Enn um konur og spurningakeppnir

18 Ágú


Þessi mynd var send til mín af aðila sem kýs að vera nafnlaus. Myndin var tekin í anddyri MR haustið 2010. Ég hef fótósjoppað yfir eftirnöfn nemanda. Eins og sést hefur ein stúlka mætt í forprófið í Gettu betur, en 24 strákar. Ég veit ekki hvernig kynjahlutfallið er í MR en það kæmi mér ekki á óvart ef konur væru þar í meirihluta. Þær eru a.m.k. ekki 4% nemenda svo þetta er ansi sláandi mynd.

En eins og ég sagði í gær: Við höldum áfram að reyna enn betur í kynjahlutfallamálum Popppunkts í framtíðinni.

12 svör to “Enn um konur og spurningakeppnir”

 1. Halla Sverrisdóttir ágúst 18, 2012 kl. 1:28 e.h. #

  Já, þetta er vesen. Því dettur engum í hug að neita. Eitt er nú Popppunkturinn ykkar, þar sem kvenmannsleysið er nógu pirrandi til að það sé ástæða til að hafa á því orð – en ástandið í Gettu betur er bókstaflega hroðalegt. Mæta stelpurnar ekki í auglýstar prufur? Nú, þá er að sækja þær inn í bekkina. Það er að mínu mati einfaldlega nauðsynlegt að breyta reglunum í Gettu betur á þann veg að til að öðlast keppnisrétt þurfi skóli að tefla fram liði með minnst einni stelpu. Það er svo á þeirra höndum að finna þá stelpu. Það þarf stundum að hafa fyrir því, því stelpurnar eru einfaldlega – einhverra hluta vegna – tregari við að taka þátt í svona keppni en strákar. Þá er bara að hafa fyrir því. Þær eru þarna. Og þær þurfa að sjá aðrar stelpur í keppninni til að eitthvað breytist. Það þurfti að fjölga þingkonum með aðkomu kvennalistans til að þeim fjölgaði enn meira, þannig er nú bara það. Ef við sitjum öll á rassinum og segjum: „þær vilja bara ekki ….“ eins og það sé óbreytanlegt status quo, ja, þá breytist ekkert. Það er nú mín skoðun.

  • Gísli ágúst 19, 2012 kl. 6:31 f.h. #

   Með fullri virðingu fyrir jafnrétti kynjanna tel ég frekar hæpið að skikka fólk til þátttöku í jafn óáhugaverðri keppni og Gettu betur. Það má ekki loka augunum fyrir þeim möguleika að í forprófin mæti þau sem hafa áhuga á að verja tugum, jafnvel hundruðum klukkutíma í æfingar og undirbúning, til þess eins að komast í sjónvarpið sem ku vera æðsta takmark margra. Þau sem hafa áhuga á öðru, mæta ekki. Stundum er betra að breyta fyrirkomulagi en reglum. Ef þessi spurningaleikur framhaldsskólanna væri fjölbreyttur, líflegur og spennandi, myndi áhuginn endurspegla það.

  • Stefán Pálsson ágúst 19, 2012 kl. 10:26 f.h. #

   Án þess að það breyti í sjálfu sér öllu fyrir þessar umræður hérna, þá er það nær örugglega misskilningur að aðeins 25 hafi mætt í forprófið. Þessi listi sýnir væntanlega röð 25 efstu manna, en ef þetta forpróf hefur verið svipað og undanfarin ár má gera ráð fyrir þvi að þátttakendurnir hafi verið öllu fleiri. Við vitum því ekkert um heildafjölda þátttakenda af báðum kynjum – en miðað við röð efstu manna hefur kynjahlutfallið samt varla verið til að hrópa húrra fyrir.

 2. Ingi ágúst 18, 2012 kl. 8:47 e.h. #

  Hvað ávinnst með því að neyða stelpur til að taka þátt í keppni sem þær greinilega hafa engann áhuga á?
  Erum við ekki aðeins að missa sjónar á aðalatríðunum þarna

 3. parisardaman ágúst 18, 2012 kl. 9:14 e.h. #

  Tja, það er einmitt punkturinn með öllu svona kynjakvótadæmi, að ríkjandi ástand sé rangt og að okkar sem lifum hér og nú sé að breyta því. Ef við sættum okkur við að stelpurnar haldi sig til hlés og gerum ekkert í því að trana þeim fram, halda þær áfram að halda sig til hlés. Þannig er það nú barasta.

 4. Eva Hauksdóttir ágúst 19, 2012 kl. 5:19 f.h. #

  JESS! Sækjum stúlkur inn í bekkina og þvingum þær til að taka þátt í einhverri keppni gegn vilja sínum. Setjum þær í járn ef andleg kúgun dugar ekki til.

  Er ekki hægt að koma Höllu Sverrisdóttur í einhverja valdastöðu þar sem hún fær tækifæri til að afnema sjálfsákvörðunarrétt kvenna?

  • Halla Sverrisdóttir ágúst 19, 2012 kl. 10:24 f.h. #

   Kæra Eva, eigum við ekki að slaka aðeins á yfirdramtaíseringunni? Mér finnst óttalega lítið ofbeldi fólgið í því að leggja meira á sig en gert hefur verið til að sannfæra þær kláru, vel lesnu og áhugasömu stelpur sem eru þarna á göngum framhaldsskólanna um að þær eigi erindi í þessa keppni. Ég á frænkur á unglingsaldri sem eru að skríða inn í menntó og ég veit að það er gríðarlega mikilvæg fyrirmynd fyrir þær að sjá stelpur á borð við Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, sem hefur verið í liði MH, taka þátt í keppninni og að það eitt að sjá stelpu keppa gerir aðrar stelpur líklegri til að sýna keppninni áhuga og bjóða sig fram. Gettu betur er ekki bara eitthvert afþreyingarefni í sjónvarpinu heldur eitt vinsælasta sjónvarpsefnið á ári hverju, keppnin hefur gríðarlegt vægi í félagslífi skólanna og í hana er eytt tíma, peningum og orku af hálfu hvers skóla nú þegar. Það ætlar hins vegar ekki að gerast af sjálfu sér að kynjahlutföllin breytist þarna, frekar en annars staðar, en það er ljóst að annað hvort er fólk hlynnt því að nota sértækar aðgerðir til að breyta þessu eða ekki. Mér finnst það ekki alltaf eiga við en alveg klárlega í þessu tilviki, af því að þetta er efni búið til fyrir, og að hluta til af, unglingum og það er hreinlega uppeldislegt atriði að þarna sé lagt kapp á að hvetja stúlkurnar til þátttöku. Um mikilvægi þess erum við augljóslega ósammála. Ég held ekki að slík regla um kynjahlutfall yrði til að einhver yrði neyddur grátandi í keppni þótt hún gæti eflaust kostað viðbótarfyrirhöfn fyrir skólana, kennarana og nemendastjórnirnar. Sé ekkert vandamál við það. En eins og Parísardamana segir – þetta er spurning um hvort við erum bara sátt við ríkjandi ástand eða hvort okkur finnst að það eigi að reyna að gera eitthvað til að breyta því. Hlutirnir breytast iðulega ekki af sjálfu sér. Það eru að minnsta kosti afar takmarkaðar sögulegar heimilidir til um slíkt. Góðar stundir!

 5. Rósa ágúst 19, 2012 kl. 9:11 f.h. #

  Ég er hætt að vera áhangandi Popppunkts og Gettu betur. Dett kannski inn á einn og einn þátt. Fylgdist alltaf með áður en hægt og sígandi líður konum eins og þær séu ekki markhópur þáttanna og þættirnir tapa með tímanum áhorfi helmings áhorfenda. Ef þeir vilja halda vinsældum þurfa þeir að leggja áherslu á að fá fleiri konur í þættina. Það er bara einfalt reikningsdæmi: hvað tekur langan tíma að þreyta konur til að hætta að horfa?

 6. droplaugur ágúst 19, 2012 kl. 10:14 f.h. #

  Þannig er það með hrinjanda lífsins að lífsklukkan í okkur öllum fer uppúr 15 ára aldri að þjóna eðlinu,,karmaðurinn hugsar eðlislægt huglægt ,,en konan meira með innsæi og hjartanu og þarf stuðning í hörðum heimi í samvirkni kynjanna til margfeldisáhrifa í öllum merkingum þess orðs. Konan er í aðalhlutverki í þessum hrinjand þess vegna verðum við að LÁTA strákunum eftir spurningakeppnina-LIFE-LIKE IT IS WAS AND EVERMORE SHALL to all my wimen in my life NICE AND OTHERVICE WHITH LOVE ALLWAYS IN ALL-WAYS

Trackbacks/Pingbacks

 1. Neyðum stelpur til að vera eins og strákar | Pistlar Evu - ágúst 19, 2012

  […] um stúlknaskort í Popppunkti. Gekk fram af mér þegar ég sá svar Höllu Sverrisdóttur við þessari færslu Dr. Gunna.  Semsagt, ef stelpur mæta ekki af sjálfsdáðum, þá á bara að hálfþvinga þær í gegnum […]

 2. Nokkur dæmi um ofstæki feminista | Pistlar Evu - janúar 11, 2013

  […] en stelpnamenning.) Á umræðuþræði hér stingur einn feministinn t.d. upp á því aðsækja stúlkur inn í kennslustofuna eins og þær séu smákrakkar sem þurfi að skikka til einhvers sem talið er gjörsamlega […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: