Japandroids á Gauk

21 Ágú


Óhætt er að mæla með tónleikum kanadíska dúósins Japandroids á Gamla Gauknum annað kvöld (22. ág). Bandið hefur gert tvö albúm og þykir gríðarlega gott á tónleikum, þótt þetta séu bara tveir gaurar á trommur og gítar. Músíkin er kraftpönkrokk, eða hvað þú vilt kalla það. Mér finnst einhver Bruce Springsteen-ískur fílingur í þessu, svona gallabuxnarokk, en samt er þetta ægilega hipp og kúl og hipsteraheimilið Pitchfork slefandi yfir bandinu. Internetið er náttúrlega stútfullt af efni með þeim, en hér má sjá þá rúlla upp nýjasta singlinum á tónleikum.

4 svör to “Japandroids á Gauk”

 1. Óskar P. Einarsson ágúst 21, 2012 kl. 10:27 f.h. #

  Bruce Springsteenískur = Hold Steady-ískur = Smá Hüsker-ískur = Kannski pínu Titus Andronicus-ískur = …

  Ágætis band, spurning um að kíkja.

  • Friðrik S. Friðriksson ágúst 21, 2012 kl. 11:32 e.h. #

   en ógeðslega fyndið… fyrir utan Titus þá eru þetta akkurat böndin sem ég er að nota til að selja öðru fólki þessa snillinga

 2. Halldór Baldursson ágúst 21, 2012 kl. 3:46 e.h. #

  Mér líst þrusuvel á þessa og búinn að semja skeggjaða hipsterabarnið mitt um það að hann fari með mig á Gaukinn.

  • drgunni ágúst 21, 2012 kl. 5:13 e.h. #

   Hlakka til þegar mín börn verða orðin skeggjuð hipsterbörn (a.m.k. annað þeirra skeggjað þ.e.a.s.) og geta tekið gamla með á hipstergigg.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: