Norskt og amerískt gos

21 Ágú

Manni er svoleiðis haldið við efnið í gossmökkuninni. Guðjón Örn Emilsson sendi mér þrjár flöskur frá Noregi, en hann var þegar búinn að senda mér þrjár aðrar flöskur (sjá gamla gos). Norðmenn eru ægilegir sykurkarlar og greinilega mikið fyrir sætt og svalandi.

Oskar Sylte Brus med Bringebærsmak  er gos með hindberjabragði, ekki tiltölulega spennandi en alveg fínt, ískalt með klökum. Það er minnst sætt af gosinu sem Guðjón sendi. Tvær stjörnur.

Villa gosdrykkurinn mun áður hafa heitið bæði Villa Farris og Villa Champagne. Hann er ljósbrúnn á lit, dísætur og minnir smá á íslenska Pólóið eða svona asískt cream soda eins og maður hefur smakkað. Eiginlega full sætur og væminn fyrir minn smekk og er þá mikið sagt. Samt alveg fínt og upp á tvær eða þrjár stjörnur. Ég myndi segja tveir og hálfa en hálfar stjörnur eru ekki leyfðar í þessu stjörnukerfi.

Svo er það Röd Brus, Rautt gos, sem er framleitt af Roma í Lillestrøm. Það ku bragðast eins og svokallað Jólagos sem kemur í verslanir í Noregi í lok nóvember. Hjá Norðmönnum eru enginn jól án Jólagoss. Á flöskumiðanum er mynd af frekar krípí trúði og innihaldið er dísætt og alveg ókei, jafnvel ekki ósvipað rauðu cream soda frá asíu sem stundum fæst í asíubúðunum hér. Krökkunum fannst þetta voða gott. Tvær stjörnur.

Airwaves-farinn Bryan Riebeek kom með slatta af gosi fyrir mig á síðustu hátíð. Ég átti eftir að tjá mig um tvær tegundir sem hann kom með.


Boston Tower Root Beer er a.m.k. með fallegan flöskumiða. Ágætis stöff alveg hreint, en svo sem alveg án sterkra einkenna sem skilja þennan drykk frá mörgum öðrum. Samt auðveldlega sólidd þrjár stjörnur.


Svo er það Fever Tree Ginger Beer, sem kemur frá London. Fever Tree framleiða litlar flöskur af blöndunarvörum en engifergosið má þó alveg drekka eitt og sér. Er alveg ljómandi gott, kraftmikið en þó einstaklega ljúft. Ekki með þessu sápu-eftirbragði sem maður finnur oft af engiferöli. Þrímælalaust fjórar stjörnur á það.

2 svör to “Norskt og amerískt gos”

  1. Óskar P. Einarsson ágúst 21, 2012 kl. 4:45 e.h. #

    Eru nokkuð lengur til trúðar sem ekki eru krípí? Ég sem hélt að þeir hafi átt að vera fyndnir, ca…1890.

    • drgunni ágúst 21, 2012 kl. 5:12 e.h. #

      Satt. Flestallir trúðar eru krípí!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: