Morðtilraun á Grillmarkaðnum

5 Sep


Við Lufsan héldum tinbrúðkaupsdaginn hátíðlegan með því að fara á Grillmarkaðinn. Það hefur lengi staðið til að prófa þennan stað sem kokkstjarnan Hrefna Sætran frontar. Innanstokks er dimmt og flott í hálfgerðum „2007“-stíl. Við tókum eftir því bæði að blástursþurrkarar á bæði kven og karlsalernum voru í lamasessi, sem óneitanlega sjoppar annars grúfí pleis niður.

Við tókum Smakkmatseðil á 8.900 kr á haus. Var nú borið í mann allskonar velskreytt og suddalega gott stöff. Harðfiskur í grænu deigi var spes, hrefna með eldpiparstrimlum var gott, lax geðveikur, rif sturluð o. s.frv. Óhætt er að segja að maður hafi staðið á blístri eftir þessar gríðargóðu trakteringar.

Kom þá þjónn siglandi með eftirrétta-bát (sjá mynd) og skellti á borðið. Ekki að ræða það að fara að leifa einhverju, ég tala nú ekki um svona geðsjúku stöffi, og því ber þessi bloggfærsla yfirskriftina Morðtilraun á Grillmarkaðnum.

Mér tókst að klára, skreiddist heim og lagðist í rúmið. Nú er ég gúggla því hvernig maður á að fasta.

En Grillmarkaðurinn fær auðvitað fullt hús stiga. 8900 kall er náttúrlega ágætis peningur en ég fullyrði að svona skammtur myndi kosta a.m.k. helmingi meira í velflestum borgum heims.

Eitt svar to “Morðtilraun á Grillmarkaðnum”

  1. ábs september 5, 2012 kl. 7:20 e.h. #

    Haha. Prófaði þetta í sumar með fjölskyldunni en dóttir mín vinnur á staðnum. Maður þarf ekkert að borða daginn eftir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: