Pabbi Bens Stillers

8 Sep

Eins og allir vita hafa Hollywood stórlaxar verið hér í sumar. Bestur af þessu liði finnst mér Ben Stiller. Russel er raunar ókei, eins lengi og hann byrjar ekki að spila handboltarokkið sitt, en Tom Cruise er fífl eins og allir sem láta bendla sig við þessa fáránlegu Vísindakirkju. Komdu út úr skápnum Tom.

Ben hins vegar hefur yfir sér það yfirbragð að vera gúddí gaur (hvað veit ég, kannski er hann svíðingur) og virðist að mestu sleppa við að leika í fávitalegum myndum.  There’s Something About Mary er til dæmis ein af betri grínmyndum sögunnar (leiðinlegt hvað þeir Farrelly bræður hafa illilega fokkað ferlinum upp með ömurlegum myndum) og Zoolander og Tropic Thunder fínar. Maður bíður spenntur eftir þessari mynd sem hann er að gera hér.


Ekki skemmir fyrir að Ben á alveg frábæran pabba, leikarann Jerry Stiller, sem Íslendingar ættu að þekkja sem pabbann í kjallaranum í þáttaröðunum King of Queens. Áður hafði ég reyndar séð Jerry í Hairspray (orginal myndinni e. John Waters) þar sem hann fór á kostum  sem eiginmaður Divine. Nú er bara að vona að pabbinn kíki í heimsókn – þá væri loksins eitthvað að frétta!

4 svör to “Pabbi Bens Stillers”

 1. Davíð september 8, 2012 kl. 7:30 f.h. #

  HALLÓ, SEINFELD!!!! Seinfeld eru eins og allir vita bestu gamanþættir sem gerðir hafa verið, að þú skulir hafa gleymt þeim er eiginlega ófyrirgefanlegt.

  • drgunni september 8, 2012 kl. 8:24 f.h. #

   Játning: Ég á eftir að horfa á Seinfeld! Ég vona að mér verði fyrirgefið. Mér leiðist Seinfeld sjálfur, en mér skilst að allt hitt liðið sé þess virði að horfa á þetta. Geng í það mál asap!

 2. Margret Fafin september 8, 2012 kl. 8:11 f.h. #

  Og hann leikur líka pabba Georgs í Seinfeild.

 3. Kristinn Sveinbjörns. september 8, 2012 kl. 2:14 e.h. #

  Synd að færsluskrifari muni ekki eftir Jerry Stiller í þáttunum Seinfeld. Þar fór hann nefnilega á kostum sem uppstökki sérvitringurinn Frank Costanza.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: