Meiri tónlist! Meiri tónlist!

10 Sep

Það er allt að verða vitlaust sem endranær í poppinu. Nú er stefnan sett á Airwaves og allir passa að vera til í slaginn þegar hátíðin skellur á og bransaútlendingarnir mæta veifandi spikfeitum samningum eins og nammi.


Monotown – Can Deny
Orðið á götunni er að hljómsveitin Monotown og platan þeirra væntanlega, In the eye of the storm, sé dúndurstöff og gríðarlega „erlendis“, enda unnin í útlöndum með rosa bransafólki. Monotown eru þeir Benzín-bræður Börkur og Daði Birgissynir með Bjarka Sigurðssyni, sem gerði plötu fyrir mörgum árum. Miðað við þetta tóndæmi er von á góðu. Monotown á Facebook.


Hljómsveitin Nóra fer nýjar leiðir eins og lesa má um í fréttatilkynningunni:  Hljómsveitin Nóra sendi í vikunni frá sér splunkunýtt lag sem nefnist Sporvagnar. Lagið er að finna á væntanlegri breiðskífu sveitarinnar sem áætlað er að komi út í október og mun bera heitið Himinbrim. Hægt er að hlusta á lagið hjá gogoyoko.
Plötunnar er beðið með mikilli eftirvæntingu en Nóra gefur hana út sjálf. Til að auðvelda útgáfuna hefur sveitin hafið forsölu í gegnum heimasíðuna Pledgemusic.com en þar er hægt að kaupa nýju plötuna í forsölu ásamt ýmsum öðrum varningi á borð við áritaðar myndir, handgerðar textabækur og kvöldverð með hljómsveitinni. Ágóðinn af sölunni rennur beint til sveitarinnar en þetta er frábær leið fyrir tónlistarmenn sem kjósa að gefa út sitt eigið efni að leita stuðnings hjá aðdáendum sínum og gefur þeim um leið færi á að kaupa tónlistina beint af listamanninum.
Nóra er nýkomin heim úr stuttu tónleikaferðalagi um Norðurland þar sem hún kom meðal annars fram á tónlistarhátíðinni Gærunni en á næstu vikum verður sveitin iðin við tónleikahald í höfuðborginni auk þess sem hún kemur fram á Iceland Airwaves hátíðinni í lok október.


Guðmundur Snorri, aka Gummzter, er ungur rappari sem var að gefa út sína aðra plötu, Fullorðinn. Platan er frí til niðurhals á heimasíðu Gummzters. Gummzter rappar um einelti í „öðru lagi í spilun“ af plötunni, Í þínum sporum.


Og þá er það bárujárnið: Íslenska trega-rokk sveitin Kontinuum skrifaði nýverið undir plötusamning við hið fornfræga þungarokks útgáfufyrirtæki Candlelight Records sem hefur gefið út marga áhrifaríka listamenn þungarokksins s.s Opeth, Killing Joke, Fear Factory ofl. Sveitina skipa Birgir Már Þorgeirsson, Ingi Þór Pálsson, Engilbert Hauksson og Kristján Heiðarsson. Meðlimir sveitarinnar eru ekki nýgræðingar í öfgarokki, þeir eru bendlaðir við sveitirnar Potentiam, Dark Harvest, I Adapt og Ask the Slave. Von er á fyrstu plötu sveitarinnar Earth Blood Magic innan tíðar. Meðal gesta á plötunni eru Agnes Erna Stefánsdóttir úr LayLow, Amiina strengjakvartett og (ó)hljóðlistamaðurinn AMFJ. Platan kemur út 10. September í Evrópu og Bandaríkjunum og hefur þegar fengið góð viðbrögð gagnrýnenda. Platan er nú heyranleg í heild sinni í takmarkaðan tíma á vefsíðu Terrorizer Magazine í Bretlandi. Kontinuum á Facebook.


Að lokum er það svo ótrúlegt myndskeið af Youtube. Jeremy Ritter (sem seinna kallaði sig Penny Rimbaud) tekur við viðurkenningu af Bítlunum eftir að hafa sigrað í myndlistarkeppni. Myndskeiðið er frá 1964 og Jeremy/Penny lítur sérstaklega ópönkaður út. Þrettán árum seinna stofnaði hann hljómsveitina CRASS, hina Margrétar Thatcher hatandi snillinga sem Hlemmpönkarar og aðrir fylktu liði um. Í dag er Penny náttúrlega kolefnisjafnaður meistari sem kúkar í molduklósett (sjá mynd).

Eitt svar to “Meiri tónlist! Meiri tónlist!”

  1. Frambyggður september 11, 2012 kl. 12:39 f.h. #

    Uppstillingin á Monotown minnir mig á umslag á Sonus Futurae plötunni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: