Tíu ísbirnir í Skerjafirði

12 Sep

Það var svaka næs að fara í norska sirkusinn Agora sem kom hingað með tjald og sirkus-sígauna og allt og hélt sýningar við Smáralind um vorið 2008. Svo las maður þetta um haustið:

Sukkið hafði víða áhrif.

Það mættu nú alveg fara að koma fleiri sirkusar hingað. Nokkrir hafa komið í áranna rás en líklega enginn sem var eins stórfenglegur og hinn sænski Circus Zoo, sem kom á vegum SíBS árið 1951. Þá voru reglur liðlegri varðandi dýrahald og sirkusinn kom með um 20 dýr með sér – hálfvaxinn 1800 kílóa fíl, fjögur ljón, þrjá skógarbirni, nokkra apa og síðast en ekki síst tíu ísbirni.

Það var hinn 18 ára dýratemjari Henry Pedersen sem hafði stjórn á björnunum. Gríðargóð aðsókn var að þessu enda væri maður ekki lengi að fá sér miða ef maður sæi svona lænöpp auglýst (smelltu á auglýsinguna til að stækka hana):


Hér er svo einhver sirkussíða út í bæ þar sem má sjá fleiri gullfallegar myndir af „sænsku“ ísbjörnunum í aksjón.

Svo eru menn eitthvað að flækja það fyrir sér að fá einn vesælan ísbjörn í Húsdýragarðinn!

2 svör to “Tíu ísbirnir í Skerjafirði”

  1. Ragnar september 12, 2012 kl. 8:35 f.h. #

    Þarna sé ég að línudansararnir voru fyrir hlé. Einhversstaðar heyrði ég að þeir hefðu verið um kvöldið.

Trackbacks/Pingbacks

  1. Sirkusinn kemur | DR. GUNNI - júlí 3, 2013

    […] Þetta var ekki alltaf svona. Sérstaklega ekki í eldgamla daga (fiftís). Þá var alltaf að koma eittvað kreisí sjitt hingað, líklega var hápunkturinn þegar Circus Zoo kom 1951 með fíl og ljón og 10 ísbirni og allskonar þrælflink sirkusdýr. Ég bloggaði um það fyrir nokkru. […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: