Eðalbíó: Þroskaheftir pönkarar

13 Sep

Sumarið búið (ekki örvænta, það kemur aftur) og haustið skollið á með fjúkandi laufum og slagviðri. Algjör óþarfi samt að leggjast í kör og þunglyndi því nú rennur upp eðalborin bíótíð sem kjörið er að gleyma sér í og velta sér upp úr. Þess vegna ætla ég að pósta einni mynd á dag þangað til RIFF – Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík – er yfirstaðin. Hátíðin stendur á milli 27. sept og 7. okt og þar er hreinlega allt að springa af gríðargóðu og spennandi stöffi.

Það er þó ekki mynd af RIFF sem ríður hér á vaðið heldur mynd sem Bíóparadís sýnir næstu daga og er hluti af sýningum tengdum kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs.

The Punk Syndrome heitir hún, eða Kovasikajuttu á finnsku og er heimildamynd um finnsku pönkhljómsveitina Pertti Kurikan Nimipäivät. Strákarnir í bandinu eru allir þroskaheftir og syngja beitta texta um upplifanir sínar og nærumhverfi. Virðist vera gríðargott stöff.

Myndin er fulltrúi Finna til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs, en aðrar keppnismyndir eru Kóngaglenna (En kongelig affære – Danmörk), Kompani Orheim (Noregur), Play (Svíþjóð) og hin stórfína mynd Á annan veg er fulltrúi Íslands. Allar fimm verða sýndar í Bíóparadís næstu dagana – sjá dagskrá.

Svo er það náttúrlega kvikmyndapöbb-kvissið í kvöld. Sorapenninn og bíónördið Hugleikur Dagsson sér um spurningar og skemmtun á KEXINU frá kl. 20 í kvöld. Ókeypis inn, tveir í liði, 30 spurningar og glæsileg verðlaun í boði (sjá hér).

2 svör to “Eðalbíó: Þroskaheftir pönkarar”

  1. Gústi september 14, 2012 kl. 5:36 e.h. #

    Geðveikt! Ég verð að sjá þessa pönkara í bíó.

Trackbacks/Pingbacks

  1. Eðalbíó: Blessaðar gömlu hórurnar « DR. GUNNI - september 14, 2012

    […] – Sá The Down Syndrome í gærkvöldi og það er grínlaust ein albesta mynd sem ég hef séð í langan tíma. Ég […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: