Eðalbíó: Blessaðar gömlu hórurnar

14 Sep

Meet the Fokkens (Ouwehoeren) – eða „Fokkens hórurnar“ – er mynd sem hlýtur að kalla á athygli enda umfjöllunarefnið spes. Myndin verður á RIFF og fjallar um eineggja tvíburana Louise og Martine Fokkens, ósköp venjulegar konur um sjötugt: Venjulegar fyrir utan þá staðreynd að þær hafa starfað sem gluggavændiskonur í Amsterdam í yfir 50 ár. Önnur er reyndar hætt vegna gigtar þegar þessi mynd er gerð, en hin harkar áfram. Þær hafa séð breytinguna á bransanum í gegnum tíðina og náttúrlega lent í ýmsu miður fallegu. Ég hef ekki séð myndina en eftir því sem ég hef lesið á netinu virðist þetta vera hlutlaus umfjöllun um konurnar og þeirra daglega líf. Líklega má túlka útkomuna sem sorglega mynd af þessari andstyggilegu atvinnugrein, en konurnar fá þá allavega andlit og nafn og að koma sínum skoðunum og lífsferli á framfæri.

ps – Sá The Punk Syndrome í gærkvöldi og það er grínlaust ein albesta mynd sem ég hef séð í langan tíma. Ég táraðist úr hlátri og yfir því joie de vivre sem þessi mynd sýnir. Algjör skyldumæting á þessa mynd!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: