Glænýr api!

16 Sep


Þessi api er af áður „óþekktri“ tegund Lesula-apa. John og Terese Hurt hafa opinberað umheiminum uppgötvunina en heimamenn hafa löngum þekkt þessa apa og haft þá sem gæludýr. Þetta gullfallega eintak hér að ofan er til að mynda í „eigu“ unglingsstúlkunnar Georgette.

Allt um þessa apa má lesa á síðu sem þau John og Terese halda úti. Þau hafa rannsakað Bonobo-apategundina í Kongó undanfarin ár, en Bonobóarnir eru algjörlega frábærir. Kvennaparnir ráða flestu, tegundin er friðsöm og leysir sín ágreiningsmál með hópkynlífi og öðru góðu flippi. Góð hugmynd fyrir hina glötuðu apaketti hómó sap.

Það sem mér finnst best við „nýju“ apategundina er hversu fyndnir þeir eru í framan. Þessi hér að ofan minnir mig á nokkra menn sem ég þekki (nefni engin nöfn, þeir yrðu fúlir) og það er skemmtilegur svipur á honum, mikil ró og göfgi yfir sviphreinu andlitinu. Hann lítur nánast út eins og Jesús í nokkurra alda gömlu málverki. Þetta er api sem maður myndi umsvifalaust kaupa tryggingar af, stæði hann við púlt í Kringlunni í jakkafötum og með bindi.

2 svör to “Glænýr api!”

  1. Gummi september 17, 2012 kl. 7:29 e.h. #

    Datt nú eiginlega strax í hug þetta hér: http://www.youtube.com/watch?v=5rAOyh7YmEc

  2. Gústi september 18, 2012 kl. 9:20 f.h. #

    Já menn ættu að reyna að redda milliríkjavandamálum og allri almennri pólitík með orgíum. Þá gæti nú verið gaman að komast á þing.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: