Eðalbíó/gigg: Damo „skorar“ Metropolis

18 Sep


Damo Suzuki er víðfrægur fyrir veru sína í þýsku hljómsveitinni CAN. Hann söng með bandinu á helstu plötunum, m.a. á Tago Mago (1971),  sem yfirleitt er talin besta plata CAN. Damo kemur á RIFF með tveimur þýskum gítarleikurum, þeim Alexander Schönert og Dirk Kretz. Damo vildi íslenska riþmasveit og nú er verið að velja úr innsendum umsækjendum. Niðurstöður ættu að liggja fyrir mjög bráðlega.

Það sem Damo og „hljóðberar“ hans ætla að gera er að spila undir myndinni Metropolis. Sú glæsilega mynd er eftir Fritz Lang og frá 1927. Þögul og svarthvít og mikil framtíðarsýnarmynd. Drulluspennandi verður að sjá hvað Damo og kó gerir undir myndinni. Giggið er í Gamla bíói 3. okt og það er byrjað að selja miða á Riff vefnum. Drífa sig að klaupa!

Gjöningur Damos verður örugglega mjög frábrugðinn því poppsándtrakki sem Giorgio Moroder gerði við Metropolis árið 1984.  Sú útgáfa rataði í bíóið í Breiðholti og ég mætti. Ég man glögglega eftir þessari sýningu af því að gelgjan sem var mætt var alls ekki að fíla þetta. Hún hafði verið göbbuð á svæðið með Freddie Mercury og Bonnie Tyler og missti sig yfir listfenginu. Þegar vonbrigðin voru sem mest voru tvær þybbnar gelgjur byrjaðar að dansa fyrir framan sviðið, ekki ólíkt og stelpurnar sem dönsuðu upp á bílnum í Blue Velvet. Vonandi mæta þær í Gamla bíó!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: