Fjórar í einu

20 Sep


 1860 – Artifical Daylight (læf)
Hljómsveitin 1860 heldur tónleika á Kex Hosteli í kvöld (20. september) kl. 21. Aðgangur er ókeypis. 1860 kom með fyrstu plötuna sína í fyrra, hina ágætu Sagan, en er nú að hamast við að vinna að næstu plötu. Hún kemur út á „næstu mánuðum“ segja þeir. Forsmekkinn , lagið Go Forth, má heyra hér og svo voru þeir svo góðir að senda mér læfupptöku af öðru nýju lagi, Artificial Daylight. Tekið upp 16. ágúst sl. á Gamla Bauk á Húsavík.


https://drgunni.files.wordpress.com/2012/09/stelpurokk.mp3 Todmobile – Stelpurokk
Hin síástsæla Andrea Gylfadóttir varð fimmtug á dögunum (hvaða rugl er það?) og kom með góðan pakka í tilefni dagsins: Megagigg í  Hörpu og stútfullan tvöfaldan geisladiska-pakka, Stelpurokk. Þar eru 36 ilmandi sýnishorn af ferlinum og er enginn angi hans skilinn eftir. Nafna hennar Jónsdóttir skrifar inngang. Algjört möst fyrir unnendur Andreu og góðrar tónlistar. Ég heyrði fyrst af Andreu þegar hún byrjaði í Grafík, ný útlærð söngkona og svaka kúl. Andrea Jóns greinir hins vegar frá því að nokkrum árum fyrr hafi Andrea Gylfa sungið bakraddir á plötu Orghestranna. En jæja. Hér eru Todd í essinu sínu (téinu sínu?) með Stelpurokk sem kom út á safnplötunni Bandalög 1989.


 Svavar Knútur -While the World Burns
Einlægi trúbadorinn Svavar Knútur er kominn með Ölduslóð, snar poppaða plötu og geðþekka. Þar er m.a. stuðlagið Baby, would you marry me, sem hann syngur með Markétu Irglova. Hún syngur reyndar í fleiri lögum á plötunni, en platan er bæði á ensku og íslensku. Hér er þetta fína heimsendalag með tilvitnun í frægt fávitalag. ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Í FRÍKIRKJUNNI Í KVÖLD!


 The Outsiders – Doctor
Frá Hollandi kom hljómsveitin The Outsiders sem naut vinsælda heima sixtís. Löngu síðar fór bandið að gera það gott á upprifjunarmarkaðinum, sérstaklega vegna plötunnar CQ frá 1968. Hér er spikfeitur sýrumetall með frábæru nafni. Fyndið annars með þetta hljómsveitarnafn, The Outsiders. Þeir eru svo margir, Utangarðsmennirnir. Náttúrlega þessir íslensku, svo eitt amerískt sixtís band og annað enskt pönkband. Greinilega margir sem hafa þörf fyrir það að stimpla sig utangarðs.
Breska RPM International útgáfan hefur endurútgefið hollensku Utangarðsmennina auk annars þrælspennandi stöffs.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: