Eðalbíó: Ótrúlegt leyndarmál, Chicago, Freddie

21 Sep

Þær hafa nú stundum verið fleiri, tónlistarmyndirnar á RIFF. Í ár eru þær „bara“ fjórar, en allar nokkuð spennandi (ok, Wagnerinn er kannski ekki fyrir mig, enda er ég ekki ennþá kominn í þann pakka).


Searching for Sugar Man er um hina þrældularfullu og spennandi sögu þjóðlagasöngvarans Rodriquez. Honum tókst aldrei að slá í gegn á 8. áratugnum. Þrátt fyrir góða dóma seldust plötur hann illa í Bandaríkjunum. Hann hvarf og sumir töldu að hann hefði framið sjálfsmorð á sviði. Sjóræningjaútgáfa af plötu hans dúkkaði upp í Suður-Afríku þar sem boðskapur hans sló í gegn hjá andstæðingum aðskilnaðarstefnunnar og hann varð stórstjarna í landinu. Myndin athugar hvað varð af honum, og afhjúpar ótrúlegt leyndarmál.

Parallax Sounds er mjög áhugaverð mynd um rokksenuna í Chicago seint á síðustu öld, stöff eins og Tortoise o.s.frv. Í myndbrotinu hér að ofan er Steve Albini, sem er aðallega frægur fyrir að taka upp plötuna BMX með Ensími, að tjá sig um það sem mætti honum þegar hann mætti í bæinn. Hér er einnig skoðað hvernig borgarlandslagið í Chicago hafði áhrif á tónlistina. Tveir Ítalir gerðu þessa mynd með hjálp frá Kickstarter fjáröflunardæminu, en þeir byrjuðu að þróa hugmyndina eftir að hafa verið í hugmyndavinnu-málstofu á Riff 2008. Þessi er möst fyrir djúpspaka músíknörda.


Freddie Mercury: The Great Pretender (ekki til treiler) er splúnkuný heimildamynd Queen söngvarann og þykir draga upp nokkuð aðra mynd af manninum en hægt er að ímynda sér af sviðsframkomu hans. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans, Rhys Thomas. Hann er einn mesti Queen-spesíalisti í heiminum í dag og veit hreinlega allt um bandið.

Eitt svar to “Eðalbíó: Ótrúlegt leyndarmál, Chicago, Freddie”

  1. Óli Gneisti september 21, 2012 kl. 7:37 f.h. #

    Það má búast við góðu af þessari mynd miðað við heimildarþættina tvo sem hann gerði um Queen.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: