Retro Stefson Retro Stefson

21 Sep


 Retro Stefson – Miss Nobody

Þriðja plata Retro Stefson kemur út 2. október og heitir Retro Stefson. Rosa gott stöff, ef til vill „agaðra“ en fyrri verk, en snar grúfí og ávanabindandi. Ein af aðalplötum þessa árs – 2012 er enn eitt árið sem er gott í íslenska poppinu. Hvar endar þetta eiginlega?

Það eru tíu lög á plötunni:

Solaris
Glow
Qween
Miss Nobody
(o) Kami
Time
She Said
True
Fall
Julia

Hvert öðru betra svo notuð sé stöðluð lýsing, sem þó er algjörlega sönn í þessu tilfelli. Retro Stefson eru með gigg á takteinum: Útgáfutónleikar í Iðnó 5. október. Mér skilst að það sé að verða uppselt svo drífðu þig að kaupa miða. Svo Græni hatturinn Akureyri 12. okt.

Hér er vönduð fréttatilkynning: Í tilefni af útgáfu hljómplötunnar Retro Stefson með samnefndri hljómsveit verða haldnir útgáfutónleikar í Iðnó föstudaginn 5. október nk. kl. 22 (húsið opnar kl. 21). Auk Retro Stefson mun tónlistarmaðurinn Hermigervill stíga á stokk. Miðasala hefst á midi.is fimmtudaginn 20. september.

Þriðjudaginn 2. október kemur út þriðja hljómplata Retro Stefson og ber hún nafn sveitarinnar. Á plötunni er að finna 10 ný lög með hljómsveitinni þar á meðal Qween og Glow sem hafa gert það gott á öldum ljósvakans sl. mánuði. Hljómsveitin leitaði í smiðju Hermigervils og Styrmis Haukssonar til að ná fram æskilegum hljóðheimi. Á plötunni kennir ýmissa grasa og víða leitað fanga í straumum og stefnum tónlistarinnar. Þó er Retro Stefson fyrst og fremst hljómsveit nútíðar og framtíðar. Afraksturinn eru 39 mínútna eyrnakonfekt heyrn er sögu ríkari! Útgefandi er Record Records.

Retro Stefson hefur að undanförnu verið við æfingar og útsetningar á nýja efninu sem verður frumflutt á útgáfutónleikunum. Hljómsveitin hefur ekki komið fram í Iðnó lengi og þar verður ölli tjaldað til svo gera megi tónleikana sem eftirminnilegasta.

Eitt svar to “Retro Stefson Retro Stefson”

 1. drgunni september 24, 2012 kl. 6:06 f.h. #

  Auka-útgáfutónleikar Retro Stefson!

  Uppselt föstudaginn 5. október – Aukatónleikar 6. október kl. 22 í Iðnó.

  Útgáfutónleikar utan Reykjavíkur:
  Hjálmakletti í Borgarnesi 11. október kl. 21 (húsið opnar kl. 20.00)
  Græna Hattinum Akureyri 12. október. kl. 22 (húsið opnar kl. 21.00)

  Hermigervill setur alla í stuð.

  Miðasala er hafin á midi.is og í verslun Eymundsson á Akureyri.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: