Gabríel er Raggi Bjarna

22 Sep


 Gabríel + Emmsjé Gauti & Björn Jörundur – Gleymmérei
Hver er þessi Gabríel með prjónahettuna? Afhverju kýs hann að koma fram óþekkjanlegur í dulargerfi? Er þetta einhver gamall jálkur sem vill ekki koma fram undir eigin nafni til að koma í veg fyrir að vera stimplaður fyrirfram fyrir fyrri afrek? Þetta er agaleg ráðgáta og skrýtið að leyndarmálið sé ekki sloppið út ennþá. Kannski er þetta á allra vitorði og ég bara svona vitlaus. Gleymmérei er þriðja lagið sem Garbríel sendir frá sér og það er mjög fínt eins og hin tvö, Stjörnuhröp og Sólskin, helvíti flott íslensk nútímapopp, melódískt og grípandi.

Það væri náttúrlega best ef Gabríel væri Laddi eða Raggi Bjarna. Sá síðarnefndi á einmitt afmæli í dag, er 78 ára. Annað eins hefur nú kallað á lag. Hér er mynd af Ragga með pabba sínum, hljómsveitarstjórnandanum Bjarna „Bö“ Böðvarssyni. Þetta er örlí fiftís.


 Ragnar Bjarnason – Flökku Jói
Hér er Flökku Jói af brakandi ferskum 78 snúninga vinýl frá 1957 (útg. HSH) í boði Sigurjóns Samúelssonar á Hrafnabjörgum. KK-Sextett leikur undir, textinn er eftir Ólaf Gauk en lagið eftir Elizabetu Cotton. Hér er gamla konan að syngja lagið í alveg frábæru myndbroti.

Eitt svar to “Gabríel er Raggi Bjarna”

  1. MFG september 22, 2012 kl. 2:31 e.h. #

    78 snúninga plata = 1 snúningur fyrir hvert ár!
    Það er linkur á Youtube síðunni, sem þú vísar á, á Freight Train cover með einhverjum náunga sem leikur ágætlega á gítarinn en syngur ekkert sérstaklega vel. Þaðan lenti ég svo á þessu coveri með Jasmine Commerce sem mér finnst verulega gott.

    Takk fyrir að kynna mig (óvart) fyrir Jasmine Commerce.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: