Eðalbíó: Erum við frjáls?

24 Sep

Ég sýndi öldruðum föður mínum snjallsíma sem var til staðar í afmælisveislu sem við vorum í í gær. Einna flottast er að sýna Google Earth og hann vildi náttúrlega fyrst sjá sitt eigið heimili.

Tækninni fleygir fram. Allt sem var rosalegt fyrir 10 árum er drasl í dag. Allt sem er rosalegt í dag verður drasl eftir tíu ár. Pabbi spáir því að bráðum verði eitthvað grætt í hausinn á manni svo allir geti talað við alla og verið í sambandi við alla. Ég meina, hversu lengi fara þrælar kapítalismans í biðröð eftir nýjum Æfón? Endalaust?

Myndin Fimm stjörnu tilvera (Five Star Existence) segir frá stöðu mála í tæknigeðveiki samtímans. Um hana segir á vef RIFF: Er tæknin að taka yfir? Ef við getum unnið hvar sem er, þýðir það að við séum alltaf í vinnunni? Leikstjórinn Sonja Lindén veltir fyrir sér upplýsingarþjóðfélaginu út frá eigin lífi. Skoðanir bæði með og á móti heyrast um hlutskipti nútímamannsins sem þarf að taka inn fimmfalt meira magn af upplýsingum en áður, en með taugakerfi sem hefur ekki breyst í þúsundir ára. Er öll þessi þróun að leiða okkur til raunverulegrar “fimm stjörnu tilveru?“ 

Mönnum er tíðrætt um „frelsi“. Frelsi til að gera hvað? Vafra um í mannlausum heimi, sofa úti og veiða sér til matar? Hornstrandir eru til þess. Ég er strax farinn að hlakka til næstu ferðar. Það sem er þó alltaf best við svona ferðir er að komast aftur til byggða og fimm stjörnu tilverunnar. Við erum heppin hér að geta skroppið á milli alda á svona einfaldan hátt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: