Ófyrirgefanleg mistök í Djúpinu

24 Sep


Fór á Djúpið í gær. Baltasar er frábær leikstóri (fyrir utan A little trip to heaven sem var rugl) og Djúpið er sólidd. Rosa „þurr“ lýsing á atburðum og ekkert dramakjaftæði. Fulltrúi sjómanna á sýningunni, Steini Sleggja, var mjög sáttur við lýsingu á vinnulagi á sjó, en þegar við fórum á Brim var hann alveg brjálaður því allt var vitlaust og í rugli. Sjálfum fannst mér skemmtilegast að sjá vel skipaða vinýlplöturekka í húsi í Vestmannaeyjum og gaman var að Trúbrot-lagið What we believe in skyldi vera eins konar miðpunktur myndarinnar með sinni hippalegu djúpspeki: „I am nothing, we are nothing, till we react to what we believe in“.

Sýnt var í nærmynd þegar Gunn/Guðlaugur setur lagið undir nálina – á alveg réttum stað, annað lagið á hlið 2 á …lifun. En bíðum við. Platan sem sýnd er í Djúpinu er einhver önnur plata frá Tónaútgáfunni á Akureyri því í myndinni sést rangur  label-miði, svona blár einlitur, þegar …lifun var í raun með rauða og svarta label-miðanum hér að ofan. Þetta eru ófyirgefanleg mistök og ég get því ekki gefið myndinni nema þrjár stjörnur.

Djók, fjórar á þessa fínu mynd!

UPPFÆRT: Menn vilja meina að í myndinni sé lagið leikið af tvöföldu safn-plötunni BROT AF ÞVÍ BEZTA með Trúbrot, sem Steinar gaf út 1979. Það getur auðvitað vel verið. Ég hef aldrei séð þá plötu svo ég get ekki sagt til um það. Líklega er þessi ofurnördaða bloggfærsla því tóm steypa og hægt er að taka ofan hárkolluna fyrir leikmunadeild myndarinnar, sem lætur ekki nappa sig á svona smáatriðum.

Uppfært aftur: Hef séð skann af label-miða Brot af því bezta og það er ekki sami labelmiði og var í myndinni. Ég held að þessi færsla fáist því staðist. Þarf reyndar að leigja myndina á dvd og pausa á réttum stað til að vera alveg viss!

2 svör to “Ófyrirgefanleg mistök í Djúpinu”

  1. Númur september 24, 2012 kl. 8:31 f.h. #

    Þetta gæti verið best of platan sem steinar gaf út í kringum 1980.

    • drgunni september 24, 2012 kl. 8:46 f.h. #

      Hmmm… Þá hefði væntanlega verið Steinars-labelmiði á þessu. Ég sá ekki betur en þetta væri bláa týpan af Tónaútgáfu miðanum…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: