Átta í einu

26 Sep

Æsta dvergþjóðin ærist í plötuútgáfu fyrir „nýju jólin“ Airwaves. Hér er nánast allt vaðandi í snilld…


 Just Another Snake Cult – Turning Into Mud (Nolo remix)
Þórir Bogason er heilabúið á bakvið hina frábæru síðsækadelísku sveit Just Another Snake Cult, sem kom sem kunnugt er með plötuna Birds Carried Your Song Through The Night í vor. Nú er komin remix plata sem Justarinn bíður frítt til niðurhals og hlustunar hér. Efnið verður líka fáanlegt á kassettu, en eins og allir vita er kassettan það sem koma skal. Þann 4. okt ætlar Þórir/Just að kynna þetta allt saman á tónleikum í bókabúðinni Útidúr – sjá betur hér á Facebook-síðu viðburðarins. Svo verður Justarinn vitanlega á Airwaves. Couple of times.


 Biggi Hilmars – Save me from me
Biggi í Ampop er kominn með fyrstu sólóplötuna All we can be og hér er eitt þrælbítlað sýnishorn. Platan mun líta dagsins ljós þann 1. Október næstkomandi og inniheldur 11 frumsamin lög ásamt endurútsetningu á ‘Famous Blue Raincoat’ eftir Leonard Cohen. Platan hefur verið í vinnslu síðastliðin 3 ár og fóru upptökur fram í Lundúnum og París, en hljóðblöndun og eftirvinnsla í Reykjavík.
Birgir hefur undanfarin ár verið starfandi í London, Reykjavík, Los Angeles og New York. Til að nefna sem tónskáld hjá Universal Music í London og Pusher Music í Los Angeles við hin ýmsu kvikmynda-, sjónvarps- og auglýsingaverkefni, ásamt því að semja, útsetja og vinna við upptökur á nýju plötunni.
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR BIGGA @ Fríkirkjan FIM 4. Okt kl. 20.00 – 21.30 – og svo Airwaves couple of times


 Lára Rúnars – Beast
Sá Láru Rúnars taka eitt gott lag á píanó í Ísafjarðarbíói á síðustu Aldrei. Ég er ekki frá því að það hafi verið þetta lag. En allavega: Lára Rúnars hefur sent frá sér smáskífuna BEAST en hún mun prýða fjórðu breiðskífu tónlistarkonunnar sem áætlað er að komi út í október. Platan mun bera heitið Moment en þessi fyrsta smáskífa sem við fáum að heyra gefur til kynna að dekkri og ögrandi hliðar Láru fái að njóta sín meira nú en áður. Við gerð plötunnar segist Lára hafa verið undir áhrifum frá sterkum tónlistarkonum eins og PJ Harvey og svo tónlistarmönnum eins og John Grant en þau áhrif eru augljós í melódísku en angurværu indí-poppi Láru.


 Þórir Georg – Afmæli
Tónlistarmaðurinn Þórir Georg var að senda frá sér lagið Afmæli. Lagið er að finna á væntanlegri breiðskífu hans, I Will Die and You Will Die and it Will be Alright, sem kemur út í lok október hjá Kimi Records. Lagið er tilraun Þóris til að semja hið klassíska ástarbréf til eiginkonu sinnar og varð til á afmælisdegi hennar, 4. september 2011, er Þórir beið eftir að hún kæmi heim úr vinnunni. Á smáskífunni er að auki að finna b-hliðar lagið Aldrei sem og fyrstu upptöku Þóris á Afmæli.
I Will Die and You Will Die and it Will be Alright kemur einnig út í Þýskalandi í samstarfi við Stargazer Records í tengslum við tónleikaferð Þóris þar í landi. Hún er alfarið tekin upp og unnin af Þóri sjálfum, allt frá hljóðblöndun til umslagshönnunar. Platan inniheldur níu gítarrokklög af ýmsum toga og sækir innblástur víða að, meðal annars frá Sun Kil Moon, Bonnie Prince Billy og Chad VanGaalen.


Epic Rain – Vanishing Moon
Hljómsveitin Epic Rain, sem er skipuð þeim Jóhannesi Pálmasyni, Bragar Eiríki, Stefáni Sampling, Guðmundi Rósusyni & Daða Jenssyni, fagnar um þessar mundir útgáfu á nýrri plötu sem nefnist Elegy, með því að leggja í tónleikaferð um Frakkland & Ítalíu. Byrjað verður  á Marsatac festivalinu í  Marseilles á Fimtudaginn  27.sept, , og endað á Alternatvie music festivali á Sardiníu fimmta october, með viðkomu á festivölum í Clearmont & Strasbourg í Frakklandi þar sem hljómsveitin hitar upp fyrir gömlu kempurnar í De La Soul.
Á þessari nýju plötu njóta Epic Rain aðstoðar mikilla fagmanna á borð við Roland Hartwell fiðluleikara, Magnúsar Elíassen trommuleikara , Héðins Björnsonar kontrabassaleikara og Elínar Ey söngkonu. Upptökur & Mastering var í traustum höndum Finns Hákonar.
Opinber útgáfudagur Elegy með Epic Rain   er 8. oktober

 Skúli Sverrisson & Óskar Guðjónsson – The Typist
Ofurmennin Skúli og Óskar hafa gefið út plötuna The Box Tree með rólegum stemmningum. Platan er í frábærlega flottu landabréfa-umslagi. (Lesa meira).


 Jóhann Jóhannsson – They fed the sparrows leftovers and offered grass to Scherfig’s turtle
Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson gaf nýverið út plötuna Copenhagen Dreams sem inniheldur frumsamda tónlist úr samnefndri mynd eftir Max Kestner. Myndin var meðal annars sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í fyrra og ætti því einhverjir að kannast við tónana sem prýða myndina, en nú er tónlistin loks fáanleg. 
Kvikmyndin varpar ljósi á höfuðborg Danmerkur og nánasta umhverfi íbúanna: bygginarnar, hraðbrautirnar, garðbekkina, fólkið í hinu daglega amstri. Myndin sýnir hvernig það hvernig fólk lifir sínu lífi hefur áhrif á okkar nánasta umhverfi. Fólkið sjálft er ekki í fókus eða í forgrunni í myndinni heldur frekar húsin, strætin og vatnið. Hún sýnir borgina sem heildstæða einingu og Kaupmannahöfn er því aðalpersóna myndarinnar ef svo má segja og mannfólkið eins konar aukaleikarar.
Samt er myndin langt í frá köld eða tilfinningalaus og þar leikur tónlist Jóhanns stórt hlutverk, en hún samanstendur af 19 styttri tónverkum sem saman töfra fram heildarmynd af borginni. Tónlistin við Copenhagen Dreams fer yfir víðan völl og hljóðheimurinn sem Jóhann skapar nær yfir alls kyns hljóð og tilfinningar; hún er lífleg og fjörug sem og róleg og melankólísk. Platan er ein svipmesta plata Jóhanns frá upphafi og er full af tregablandinni fegurð með framsæknum melódíum og glæsilegum útsetningum.
Það eru 12 Tónar sem gefa út Copenhagen Dreams á Íslandi, en erlendis er það plötuútgáfa sem Jóhann hefur stofnað sjálfur undir nafninu NTOV. Flytjendur á plötunni auk Jóhanns eru m.a. Hildur Guðnadóttir, Ólafur Björn Ólafsson, Una Sveinbjarnardóttir og Hrafnkell Orri Egilsson.
Platan hefur þegar fengið frábæra dóma, til að mynda í Pitchfork – en vefsíðan frumsýndi jafnframt myndband við eitt laga plötunnar – „Here They Used to Build Ships“ – í síðustu viku við góðar undirtektir. Myndbandið má sjá hér
Af öðrum fréttum af Jóhanni má nefna að á döfinni er afar sérstök útgáfa – Rework – sem er safn af endurhljóðblöndunum og endurgerðum af verkum meistarans Philips Glass í tilefni af 75 ára afmæli hans, en tónlistarmaðurinn Beck sá um að velja þáttakendur og bað Jóhann um að vera með. Aðrir listamenn sem eiga lag á plötunni eru t.d. Dan Deacon, Amon Tobin, Toro Y Moi, Cornelius, Tim Hecker, Pantha Du Prince og Beck sjálfur. 
Eins og vanalega er það þó ekki eina verkefni Jóhanns þessa dagana, en hann er nú önnum kafinn við að semja verk fyrir nokkra helstu flytjendur nýrrar tónlistar í heiminum á dag, þar á meðal bandaríska nýtónlistarhópinn Bang on a Can All Stars og Theater of Voices söngflokkinn sem stýrt er af Paul Hillier.


Kira Kira var með Jóhanni í Tilraunaeldhúsinu. Hún gaf út plötuna Feathermagnetik á dögunum og heldur sjónræna tónleika á laugardaginn: Laugardaginn 29. september kl. 21 mun Kira Kira halda sjónræna útgáfutónleika vegna hljómplötunnar Feathermagnetik í Kaldalónssal Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Með henni á tónleikunum leika Skúli Sverrisson, Úlfur Hansson og Pétur Hallgrímsson. Listamaðurinn Sara Gunnarsdóttir hefur gert hreyfimyndir (kannski til betra orð við e. animations?) við hvert einasta lag Feathermagnetik og mun þeim verða varpað á tjald á meðan tónleikum stendur. Tónlistarmaðurinn Úlfur kemur einnig fram á tónleikunum en hann kemur fram með stórri hljómsveit og leikur tónlist undir sjónhverfingum frá Arnljóti Sigurðssyni. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi kvikmyndahátíðina Reykjavík International Film Festival og hljómplötuútgáfuna Kimi Records. Miðaverð er 1.990 kr. og miðasala er á www.midi.is og www.harpa.is.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: