Eðalbíó: Ef þú hyrfir, myndi einhver sakna þín?

27 Sep


RIFF veislan hefst í dag og stendur til 7. október. Hið stórkostlega gnægtarborð getur virkað yfirþyrmandi en þá er bara að forgangsraða og leggja sig fram. Mér skilst að nýja Riff-appið sé kjörið til skipulagningar (ég á ekki svona fínan síma, en ég held maður fari að hugsa sér til hreyfings í þeim efnum), nú eða riff.is eða bæklingurinn. Þetta er bara rúm vika og slímsetur í bíó framundan.

Myndin Dreams of a life eftir Carol Morley lítur mjög spennandi út og þeir sem hafa séð hana segja hana frábæra. Árið 2003 fundust leifar Joyce Carol Vincent, 38 ára, í íbúð hennar í Norður-London – þrem árum eftir að hún dó. Beinagrindin var í sófanum, sjónvarpið enn í gangi, jólagjafirnar óopnaðar. Myndin er að hluta til heimildarmynd, að hluta til leikin og að hluta til leynilögreglusaga sem reynir að leysa gátuna á bak við þennan einmannalega dauðdaga heillandi ungrar konu. Leikstjórinn kemur til landsins og mun sitja fyrir svörum á sýningum myndarinnar á föstudag og laugardag. Svokallað möst sí á ferð hér.

3 svör to “Eðalbíó: Ef þú hyrfir, myndi einhver sakna þín?”

 1. Gústi september 27, 2012 kl. 10:35 f.h. #

  Minnir á bók eftir Ævar Örn Jósepsson, Sá yðar sem syndlaus er.

  • drgunni september 27, 2012 kl. 11:04 f.h. #

   OK. Hef ekki séð hana…

  • drgunni september 27, 2012 kl. 11:04 f.h. #

   OK. Hef ekki lesið hana…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: