Lúxusvandamál dauðans

28 Sep


Þá er RIFF rúllað í gang. Fólk stynur yfir gríðarlegu myndaúrvalinu og veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Rúmlega 100 eðalmyndir í boði á 10 dögum og valkvíðinn hellist yfir. Þegar svona lúxusvandamál kemur upp á er bara að gera sitt besta og ekki gefast upp! Mig hefur aldrei langað meir til að fá mér snjallsíma með appi en eftir að ég sá nýja app Riff og Símans. Nú naga ég mig í handarbökin fyrir að vera ekki meira tæknilega sinnaður og/eða áhugasamur um að hlaupa í hamstrakúlu kapítalismans. Vei þér hallærislegi Nokia sími með þinn applausa heila!

Annars er auðvitað bara hægt að næla sér í dagskrárbækling úr hökkuðu tré eða skoða dagskrána á netinu. Næstu dagar kalla á skipulagningu og aga svo maður sjái alla þá snilld sem maður vill helst ekki missa af.

Ég brá mér í Hörpu í gær og sá opnunarmyndina Queen of Montreuil eftir Sólveigu Anspach. Myndin er ágæt og skemmtilegast að sjá Diddu og kó og Óttarr Proppé og Frosta Jr droppa inn í smáhlutverkum. Úlfur Ægisson, sonur Diddu, er ómenntaður í leiklist held ég, en stóð sig mjög vel. Ætti að leika meira. Hr. Borgarstjóri mætti sem Jedi riddari úr Star Wars og setti geimið. Ari Eldjárn var rosalega fyndinn að vanda og Elísabet Rónaldsdóttir talaði um viðvarandi skort á konum fyrir framan og aftan tökuvélina, en RIFF er reyndar að standa sig mjög vel í þessum efnum – í ár eru 1/3 leikstjóranna konur.

Held það verði ekki komist undan því að sjá Comic Con IV e. Morgan Spurlock á sérstakri búningasýningu í Bíó Paradís kl. 20 í kvöld. Ég er bara ekki viss hvort ég verði litinn hornauga af nördasamfélaginu ef ég mæti sem Uncle Fester úr Addams Family – ég meina, er það ásættanlegt á svona giggi? Hvað er rammi Nexus-nördismans víður? Væri gott að fá svar áður en ég geri mig að fífli!

Eitt svar to “Lúxusvandamál dauðans”

  1. Óskar P. Einarsson september 28, 2012 kl. 7:48 f.h. #

    Við konan fórum á Comic Con 2007 og ég verð að segja það að Uncle Fester yrði með því frumlegra, miðað við hvað fólk var í þarna í San Diego.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: