Sjóræningi ástarinnar

29 Sep


Litla Liverpool-zombíið og Fester frændi mættu á búningasýninguna á Comic Con í Bíó Paradís. Loksins kom undirhakan að einhverju gagni. Það var svoleiðis allt að gerast og allskonar uppáklædd sci-fi frík á svæðinu. Flottast fannst mér þegar Riff-filmukarlinn frá því í fyrra mætti á svæðið með ferðatöskuna og filmubútana danglandi á eftir sér. Það var löngu orðið uppselt á Comic Con svo við fórum stífmálaðir á safn stuttmynda (númer 2 af 3). Þetta var allt í lagi lengi framan af, en afburðarmynd þessa pakka er tvímælalaust Sjóræningi ástarinnar eftir Söru Gunnarsdóttur.

Svona lýsir plögglínan henni: Skrifaður geisladiskur kemst í umferð í Reykjavík. Honum var stolið úr skáp manns sem heitir kannski Daniel C. og er mögulega vörubílstjóri. Þetta er munnleg frásögn sem fylgir hjartnæmum lögum hans um ást, stolt og einsemd.

Myndin er bæði rosalega flott og skemmtileg og verandi músíknörd fer maður strax að spá í því hvort Daniel C sé „alvöru“ eða bara einhver vinur Söru að þykjast vera hann búandi til svona outsider músík. Ég held þetta sé reyndar „alvöru“ því það er erfitt að búa til jafn sannfærandi outsider músík, hefði ég haldið. Hér á Grooveshark eru lögin hans, platan The Pirate of Love; grípandi skemmtarastöff með ástar-ærðum textum. Goðsögnin lifir…

Eina „vonda“ við þessa mynd er hvað hún er stutt! Bara 10 mín en maður bíðar bara spenntur eftir því hvað Sara gerir næst.

Þess má svo geta að Sara gerir myndrænar skreytingar við tónleika Kira Kira í Hörpu í kvöld kl. 21. Kira Kira er að kynna plötuna Feathermagnetik sem kom út fyrr á árinu en einnig spilar Úlfur sem er að kynna plötuna White Mountain. Hér má sjá sýnishorn af skreytingum Söru.

Eitt svar to “Sjóræningi ástarinnar”

  1. drgunni september 29, 2012 kl. 8:01 e.h. #

    Varðandi vandaveltur mínar um Alvöru eða leikið, segir leikstjórinn Sara: Þetta er bara alveg eins og segir í myndinni. Helgi uppgvötaði diskinn í Kanada og kom með hann heim ásamt sögusögnum. Hann og Árni Sveins fóru svo af stað og ætluðu að gera heimildarmynd þar sem þeir ætluðu að freystast til að finna manninn en það datt uppfyrir. Allar sögusagnirnar sem þeir höfðu heyrt komu frá Kanada, en svo fann ég að það er fleira fólk á netinu sem veit af honum, t.d. rússinn í endann á myndinni minni. Ég veit ekki hver það er sem póstaði þessu á grooveshark til dæmis, sá það þegar ég var um það bil að klára og vildi satt að segja ekki vita meira að svo stöddu. En ég man að ég rakst einnig á safnara á netinu, einhvern sem safnaði „rare recordings“ og á listanum hans var Daniel C!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: