Ritvélar fortíðarinnar

30 Sep

Allt er sem áður í svínastíunni Íslandi.  Dragúldnir embættismenn rotta sig saman í samsæri gegn alþýðu manna. Mannát er stundað á Alþingi, en öllum er sama og kjósa það samt. Spilling veður uppi og réttkjörnir fulltrúar lyfta ekki litla fingri nema þegar Kastljósið beinist að þeim – þá ríkir panikástand í þann hálftíma sem það tekur fávísa þjóðina að gleyma. Siðblindingjar pússa skó græðginnar með skósvertu almúgans. Sama belgsíða, brenglaða hyskið og ríkti hér fyrir hrun er að ná vopnum sínum með aðstoð Seðlabankans og Andrésar andar klúbbsins. Rotturnar í ræsinu klappa saman lófunum og skella sér á lær og allt í boði náhirðarinnar og LÍÚ. Ég skammast mín fyrir að tilheyra þessari fávitaþjóð.

ps. Hvenær skyldi Ríkissjónvarpið verða fullorðið og hætta að bjóða upp á ,,æskuævintýri galdrakarls“ á besta tíma á laugardagskvöldum eins og það gerir endalaust?

6 svör to “Ritvélar fortíðarinnar”

 1. Rósa september 30, 2012 kl. 9:21 f.h. #

  Sammála öllu nema um Merlin. Hollt áhorf með börnunum. Saklaust ofbeldi þar sem ævintýrin heilla og ímyndunaraflið virkjað. Hugsum um gott fjölskyldulíf.

 2. Hreggviður september 30, 2012 kl. 9:52 f.h. #

  Þetta verður svona, breytist ekkert. Þessir plebbar ganga að sínum kjósendum eins og bóndi bústofni. Stúrifað aftan hægra og biti framan vinstra o.s.frv. Þjóðin er vanfær um að hugsa rökrétt og hvað þá síður sjálfstætt.

 3. MFG september 30, 2012 kl. 10:52 f.h. #

  Góð skopstæling á J.K. stílnum!

 4. Jón Einarsson september 30, 2012 kl. 12:04 e.h. #

  Hressandi orðbragð og sannleikanum samkvæmt, verð samt án efa búinn að gleima þessu eftir hálftíma. Enda er ég löggiltur fáviti og fullgildur meðlimur í þessum fávtaklúbbi sem þessi þjóð er. Sennilega þurfum við hrun annaðhvert ár til að halda meðvitund, sleftauminum úr munnvikinu og standa upp frá Merlin.

 5. Ingi september 30, 2012 kl. 6:19 e.h. #

  Auðvaldið sér um sína. Þannig hefur það verið í gegnum aldirnar og heldur áfram. Þeir ríku verða ríkari og fátæku fátækari. Fjármagnseigendur glotta og lántakendur bera auðmanninn á baki sér. Verkafólk ber að sama skapi þjóðina á herðum sér á lúsarlaunum og menntafólkið fyrir sunnan fitjar upp á nefið og heimtar meira sér til handa. Það er auðséð að sagan endurtekur sig……. sjallarnir komast að kjötkötlunum í vor og byrja að útdeila gæðum landsins sér og sínum til hagsbóta. En er eitthvað skárra í boði ?

 6. Frambyggður október 1, 2012 kl. 4:48 f.h. #

  Fólk þarf að vakna. Markaðurinn er sjúkur. Græðgi, garg og geðveiki. Og burtu með þessar háværu auglýsingar úr hljóð- og sjónvarpi !

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: