Töff kaggi #8

2 Okt


Í iðnaðarhverfinu í Hfn kom ég að þessum ýkt töff kagga. Hann þarfnast viðgerðar eins og sjá má.


Bíllinn er merktur í bak og fyrir. Á honum eru fögur skylti sem á stendur Galaxie, Skyliner og Fairline 500.Eftir gúggl hefi ég komist að því að þetta er 1959 módel af Ford Fairlane 500 Galaxie Skyliner – 1843 kíló af töffi á hjólum frá þeim tíma er menn höfðu ekki ennþá stigið á Tunglið og voru voða lítið að spá í kolefnisjöfnun. Þetta er svo mikið bjútí að maður getur haft hann inn í stofu. Vona að hann sé ekki á leiðinni á haugana!

ps – indienördar geta svo auðvitað samsvarað sér með þessum bíl því eitt aðal indiebandið í kringum 1990, Galaxie 500, nefndi sig eftir svona bíl.

5 svör to “Töff kaggi #8”

 1. Gústi október 2, 2012 kl. 8:38 f.h. #

  Á æskuminningar úr sveitinni um 57, Ford Fairlane 500 sem foreldrar mínir áttu þegar ég var fimm og sex ára. Man ennþá hvað það var þægilegt að sitja í honum á ferðinni. Sjúklega flottir bílar og ég á mér þann leynda draum að gera einn slíkan upp einn daginn.

  • drgunni október 2, 2012 kl. 9:33 f.h. #

   Þá er nú upplagt að bera víurnar í þennan.

 2. Hörður Björgvinsson október 2, 2012 kl. 11:17 f.h. #

  Ef ég man rétt þýðir „Skyliner“ að toppurinn gengur ofan í skottið, með rafmagni að sjálfsögðu.

  • Einar Ingvarsson október 3, 2012 kl. 8:45 e.h. #

 3. Bjarki október 5, 2012 kl. 12:09 f.h. #

  skelfilegur trailer en nafnið er tengt bílnum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: