Þrjár með öllu

4 Okt


Felix Bergsson – Eydís
Felix vinur minn er að setja í nýja plötu, en hún kemur reyndar ekki út fyrr en á næsta ári. Hann er í eitísgírnum og fyrsta lag í spilun er Eydís eftir Karl Olgeirsson. Byrjar með sama kíbordsándi og Hvar ertu nú? og líður svo inn í draumkenndan jólafíling. Flott lag. Ýmsir stórsnillingar semja lög á plötuna, m.a. ég, en ég man nú ekkert hvaða lag það er. Verður spennandi að heyra!


Nördapoppbandið Dýrðin er komin með nýtt ofurgrípandi stuðlag sem heitir Goldfish og má hlusta á á Gogoyoko. Gullfallegur næntís-míts-sixtís-húkkur í þessu hjá þeim. Hafdís söngkona er sannfærandi poppdíva í þessu lagi og svo verður allt vitlaust þegar Tóti trommari kikkar inn og kollvarpar trommuheilanum. Vonandi er plata á leiðinni.

Sölvi Blöndal ríður spikfeitum hesti þessa dagana í nýja dæminu, Halleluwah, sem hann er í ásamt Tiny. Að ofan er hið metnaðarfulla myndband eftir leikstjórann sænska Måns Nyman. Halleluwah er nefnt eftir lagi á CAN plötunni Tago Mago, en maður var á gigginu í Gamla bíói í gærkvöldi þar sem Damo Suzuki sönglaði „newborn“ og fleira gott ofan í dúndurgott djamm yfir Metropolis. Þessi funheiti pakki átti góða spretti, myndin er náttúrlega æðisleg og gaman var að sjá Damo sjálfan, þennan  litla brosandi öðlingslega Japana á sviði og frammi að selja dót. Þessi funheita þýsk/japanska sending verður svo í síðasta skipti á Faktorý í kvöld, en þá eru það krakkarnir í Kimono sem ætla að standa við spunamaskínuna.

3 svör to “Þrjár með öllu”

 1. Frambyggður október 5, 2012 kl. 12:09 f.h. #

  Ég kann að meta myndina af Felix, er þetta á umslaginu?

  • drgunni október 5, 2012 kl. 4:58 f.h. #

   Nei þetta er bara eitthvað grín af alnetinu.

   • Frambyggður október 6, 2012 kl. 6:27 f.h. #

    Ok, stundum skil ég ekki muninn á gríni og alvöru.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: