S.H.Draumur útvarp Rót 1.4.1988

6 Okt


Útvarp Rót var merkilegt jaðarfyrirbæri sem sendi út pólitíska þætti og allskonar rugl. Þar á meðal tónlistarþáttinn Baula sem ég og Jói í Reptilicus sáum um til skiptis. Föstudagurinn langi 1988 bar upp á 1. apríl. Á þessum tíma var allt steindautt í bænum á þessum degi svo það þótti nokkuð djarft að slá upp tónleikum. Auk okkar spiluðu þarna Sogblettir, Daisy Hill Puppy Farm, Ham, Yesminis Pestis og Múzzólíní. Þarna vorum við mikið að spila lögin sem fóru á 12″ Bless, m.a. lagið Grænir frostpinnar sem var frumflutt. Pétur Magnússon heyrist hrópa á bæði Öxnadalsheiði og Mónakó, en allt kemur fyrir ekki.

Lögin:
1/2 Hold er mold
Englarnir
Dýr á braut
Trúboði
Þrjár mínútur í lífi þínu
Grænir frostpinnar
Sóli
Ostrur

SHD-Rot1488 <– ZIP. Þú hlýtur að vita hvað þú átta að gera!

15 svör to “S.H.Draumur útvarp Rót 1.4.1988”

 1. Ari október 6, 2012 kl. 3:59 e.h. #

  Þekki þennan bassamagnara, þetta var frekar skrítið kvöld ef ég man rétt.

 2. Hc október 6, 2012 kl. 5:40 e.h. #

  var það ekki sama daginn sem eitthvað aprílgabb á Rótinni vakti almenna hneykslan og reiði v. guðlasts? man ekki smátriðin lengur ..

 3. Jakob Andersen október 6, 2012 kl. 8:01 e.h. #

  ísland mun fara á hausinn ef það væri ekki til fólk eins og þig! Já, þá mundi allt vera í S.H.

 4. Óskar P. Einarsson október 6, 2012 kl. 10:38 e.h. #

  Ekki spiluðuð þið bingó þennan dag, ðatts for sjor!

 5. Frambyggður október 9, 2012 kl. 1:03 f.h. #

  Þetta er æðislegt, takk.

 6. Frambyggður október 10, 2012 kl. 9:36 e.h. #

  Mjög góður flutningur!

 7. Frambyggður október 10, 2012 kl. 9:44 e.h. #

  Hr. Dr. Gunni: áttu enn Ripper bassagítarinn sem þú ert með á myndinni sem fylgir þessu?

  • drgunni október 11, 2012 kl. 5:03 f.h. #

   Þetta er ekki Ripper heldur G3. Og nei því miður. Ég lánaði Grím Atlasyni bassann og hann var með hann í lest í Danmörki. Þar var hann að lesa bók (Glæpur og refsing minnir mig) og var svo upptekinn við lesturinn að hann gleymdi bassanum þegar hann fór út. Síðan hefur ekki til bassans spurst.

   • Frambyggður október 11, 2012 kl. 4:47 e.h. #

    Mjög flott sound úr honum allavega.

   • drgunni október 11, 2012 kl. 5:58 e.h. #

    Tja, mér fannst það nú aldrei! Fender Precision er málið.

 8. Ragnar Jónsson október 11, 2012 kl. 11:19 f.h. #

  Mixaði útsendinguna ásamt Ingvari. All var tekið uppá open reel tæki í eigu Útvarps Rótar. Langar að vita hvar segulböndin eru niður komin.

  • Frambyggður október 11, 2012 kl. 4:40 e.h. #

   Þetta hljómar ansi vel, en það mætti vera meiri toppur fyrir minn smekk, væntanlega kassettu upptaka úr útvarpinu?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: