Ælt í Hörpu

7 Okt

Þegar maður kom fyrst í Hörpu, í fyrra, góndi maður og glápti á allt fíneríið og fannst maður vera í útlendri flugstöð. Nú er maður að komast yfir nýjabrumið og er jafnvel farinn að finnast Harpa dálítið sjabbí. Gólfin skítug og svona.  Svo á hönnunin eflaust eftir að verða frekar hallærisleg eftir svona 10 ár, á svipaðan hátt og byggingar frá því um 1990, sem voru svaka hipp þá, virka hallærislegar á mann í dag – „næntís ógeð“ eins og listakonan söng.

Hinir frábæru Stuðmenn voru með 4 kombakkgigg á föstudags og laugardagskvöld (síðast spiluðu þeir í fullri reisn 2008, held ég) og var troðuppselt á öll giggin. Menn hafa verið að leika sér að því að reikna út hvað hver Stuðmaður tekur inn eftir helgina – nokkrar millur á kjaft ætla ég að vona og hver króna er auðvitað verðskulduð. Ég var þarna í gær á RIFF lokahófinu og þá sköruðust leiðir með Stuðmannagestum. Þarna var alþýðufólk vel til haft, m.a. sá ég ekki betur en að viðskiptasnillingurinn Jón Ásgeir Jóhannesson væri þarna með frú, en hann er eins og allir vita mikill Stuðmannaaðdáandi. Hver er svo sem ekki Stuðmannaaðdáandi? Mér fannst þetta dálítið merkilegt, því fyrr um daginn hafði ég séð Davíð í Melabúðinni.

Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að giggið kl. 23 á föstudagskvöldið hafi verið ansi skrautlegt og margir dauðadrukknir á svæðinu. Nokkrar sögur heyrði ég af uppköstum gesta; bæði áttu þeir fyllstu að hafa gubbað á bak annarra gesta og líka var ælt fram af svölum á óheppna hátíðargesti fyrir neðan.  Nokkrir skiluðu sér ekki inn aftur eftir hlé, heldur röngluðu ofurölvi  um ganga og héldu kannski að þeir væru ennþá í Atlavík 1984.

Mér þykir frábært að Harpa sé nú með vasklegum framgangi alíslenskra drykkjusjúklinga loksins að breytast í það félagsheimili íslensku þjóðarinnar sem lagt var upp með.

Fyrirvari: Ég tek það fram að ég var ekki á þessum tónleikum og hef þetta eftir ónafngreindum aðilum sem voru á svæðinu. Það má auðvitað vel vera að atburðalýsing sé vel ýkt. Egill Jóhannsson skrifar á Fb-síðu sinni: Ég var á umræddum tónleikum Stuðmanna á föstudagskvöldið kl. 23. Frábærir tónleikar og sveitin tók þrjú aukalög. Vel gert. Ég tók nú ekki eftir neinum ælum eins og Dr. Gunni lýsir en einn gestur toppaði aðeins of snemma. Var mjög hress á barnum í upphafi en þegar ég gekk inn í salinn eftir hlé þá sá ég að hann var borinn út (í bókstaflegri merkingu þar sem haldið var undir fætur og axlir). Að öðru leiti fóru tónleikarnir vel fram.

Þá skrifar Hallur Guðmundsson: Ég varð ekki var við svalaælu en fyllleríið var töluvert.

14 svör to “Ælt í Hörpu”

 1. Þorgils Hlynur Þorbergsson október 7, 2012 kl. 9:05 f.h. #

  Til hamingju með afmælið! Skondin grein!

 2. Rósa október 7, 2012 kl. 9:30 f.h. #

  Engan áhuga á Hörpu, Stuðmönnum eða fylleríum elítunnar. Við erum alltaf sömu molbúarnir. En þegar ég rekst á auðrónana, þá horfi ég alltaf á skóna þeirra því mig langar svo að vita hvernig milljarðamennirnir skóa sig. Þeir eru yfirleitt alltaf í brúnum mokkasíum. Hlýtur að vera voða fínt merki.

  • drgunni október 7, 2012 kl. 9:56 f.h. #

   Sjitt… og ég sem á brúnar mokkasíur frá voða fínu merki (Timberland). Þú getur m.a. séð myndir af þeim hérna á blogginu.

 3. Jóhann G. Frímann október 7, 2012 kl. 11:12 f.h. #

  Hvernig væri að skella flugvelli á eyjarnar og skerin þarna við ströndina með tengibrautir í Hörpuna sem yrði þá þessi fínasta flugstöð í hjarta Reykjavíkur?

 4. Sæunn október 7, 2012 kl. 11:22 f.h. #

  Ég sá svo sem ekki ælupolla með eigin augum en hins vegar sá ég starfsmenn læðast hljóðlega fram að 15. bekk eða svo með svartan ruslapoka, athafna sig eitthvað þar á gólfinu á milli sæta og læðast svo aftur út. Ég gerði ráð fyrir að það hefði einhver gubbað. Sjálf náði ég alveg að halda kvöldverðinum niðri og skemmti mér konunglega, stóð upp, dansaði og söng með öllum hinum. Þetta var frábær skemmtun í fínum sal og ég vona að það takist að halda Hörpu ælulausri og snyrtilegri. Kannski þarf að áfengismæla gesti sem virðast líklegir sóðar?

  • drgunni október 7, 2012 kl. 12:07 e.h. #

   Til hamingju með það! Sjálfur fékk ég mér eitt hvítvínsglas og rétt náði að halda ælunni niðri.

   • Siggeir F. Ævarsson október 8, 2012 kl. 11:59 e.h. #

    Ég sat einmitt á títtnefndnum 15. bekk og horfði á konu á þeim 14. kasta upp yfir konu sem sat á 13. Mikil gleði og glaumur þar á ferð.

 5. Hilmar október 7, 2012 kl. 12:35 e.h. #

  Var á fyrri laugardags tónleikunum sem voru flottir og gömlu mennirnir stóðu sig ágætlega. Ekki þó laust við að greina mætti smá þreytu og einbeitingarleysi þegar á seinnipart leið.
  Persónulega finnst mér full mikilli vertíðarstemming í því að bjóða upp á 4 tónleika á 2 dögum.
  AÞað slapp þó. Sá annars engann æla.

  En mikið djöhh er Ásgeir magnaður trommuleikari. Hann bara verður betri með aldrinum.

 6. Olga clausen október 7, 2012 kl. 10:52 e.h. #

  Mér fannst gaman á tónleikunum þeirra á laugardagskvöldið kl. 20:00. Sá engan drukkin og svo skiptri það mig engu máli hvað þeuir höfðu í laun. Finnst sjálfsagt að að menn fái borgað fyrir sína vinnu. En þessi ummæli um að Harpa sé að breytast í félagsheimili íslenskra drykkjusjúklinga finnast mér ekki ekki kurteisleg.

  • drgunni október 8, 2012 kl. 5:34 f.h. #

   Mér sömuleiðis er algjörlega sama hvað Stuðmenn fá í laun – bara sem mest vona ég, eins og stendur í textanum. Það stendur hins vegar hvergi að Harpa sé að „breytast í félagsheimili íslenskra drykkjusjúklinga“. Hins vegar stendur að með drykkjusvolalegri framkomu nokkurra drykkjusjúklinga (hvað er hægt að kalla ofurölvi fólk á fínum Stuðmannatónleikum annað?) í þessu hátimbraða húsi fær húsið loks á sig þann blæ „félagsheimilis þjóðarinnar“, sem að var stefnt í upphafi. Félagsheimili hafa jú í gegnum áratugina verið vettvangur drykkjuskralla, brotinna klósetta, slagsmála, lögregluafskipta og já, fólks að æla. Svo þegar fyrsta ælan féll í Eldborg þá var takmarkinu – að Harpa yrði „félagsheimili landsins“ – loksins náð.

 7. Auður október 8, 2012 kl. 2:46 e.h. #

  Ég sá reyndar ælu í beinni í Hörpu á Airwaves í fyrra en það telst kannski ekki með af því að það var í Norðurljósum og ekki Eldborg.

  • drgunni október 8, 2012 kl. 4:27 e.h. #

   Vissulega ekki eins „fín“ æla, en engu að síður æla.

 8. Steini október 8, 2012 kl. 6:37 e.h. #

  Thetta hljómar svona eins og Grøn Koncert hérna í Danmørku. Thar fá Tuborg (léttøl) allskonar poppara til ad leika undir berum himni í nokkrum bæjum yfir sumartíman. tharna koma fram nokkrir nýjir popparar en megnid er samt vel syfjadir 80’s popparar. Thetta dregur tharafleidandi til sín thúsundir af dønnudum midaldra Dønum sem nota thetta tækifæri einu sinni á ári til ad hella rækilega í sig, sådan lige som i gamle dage. Svo eftir herlegheitin liggur thetta lid sem hrávidur medfram øllum hjólastígum út til villuhverfanna. Hvort sem thad heitir ShuBiDua eda Studmenn er ég nokkud viss um ad megnid af thessu gamla lidi er bara ad koma í partí, muna kannski eftir einu eda tveimur løgum en djøfull var nú gaman í gamla daga. Fylla Hørpuna af gubbi ef thad adstodar vid ad borga thetta ferlíki..

 9. Gylfi Norðdahl október 8, 2012 kl. 7:09 e.h. #

  Hér hefur sennilega verið á ferðinni ,mjög svo viðeigandi, Astraltertugubb

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: