Vændi á fleka

8 Okt

Loks kom ég mér í að kíkja á nokkrar myndir á RIFF (sem er lokið – sjáumst að sama tíma að ári).

Fyrst kom MEET THE FOKKENS um vændistvíburana í Amsterdam. Ágætlega skemmtileg mynd, kannski aðeins langdregin á köflum og grafískari en ég bjóst við – ég bjóst ekki við að sjá gömlu í aksjón, reyndar bara strokk, sadomaso og juð með fornum víbrator á fremur aumkunarverðum karlsekkjum sem ekki sást framan í. Í tilfelli systranna er ljóst að drulludelar komu þeim í þennan feril, eins og ég ímynda mér að það sé í 99% tilfella. Systurnar eru ansi hressar og skemmtilegar og mér fannst málverkin þeirra góð, væri vel til í að eiga mynd eftir þær. Ekki fannst mér að kvikmyndagerðarmennirnir væru að explóda þær á einhvern hátt heldur komu þeir með mannlegan vinkil á rauða hverfið. Þessi mynd var eiginlega alveg eins og ég hafði ímyndað mér. Mörgum finnst eflaust að of jákvæð mynd sé dregin upp af þessu öllu saman. Í lokin velta konurnar sér skríkjandi glaðar upp úr snjó og hafa þar með sigrast á lífi sínu með jákvæðnina að vopni – eða a.m.k. ákveðið að taka þann pól í hæðina. Þó tilfinningaklámið sé ekki keyrt upp úr öllu valdi, þá er þetta allsengin glansmynd af vændi; bara önnur leið til að segja hið augljósa: Þetta er ömurlegt.

Marco Macaco er dönsk teiknimynd um apa á strönd. Krökkunum fannst þetta fínt en ég svaf værum svefni, en rumskaði annað slagið og fannst þetta gott.

Ég tók Kyrrahafs-æði fyrir nokkrum árum og drekkti mér í fróðleik: las m.a. bækur Thors Heyerdahls, þ.m.t. KON-TIKI. Hin norska stórmynd er mjög skemmtileg og geysilega flott. Sex sólbakaðir og snarskornir  Skandinavar sigla nærri 7000 km leið á balsa-fleka frá Perú til Raroia í Tuamotu eyjaklasanum í Frönsku Pólýnesíu. Myndin hefur aukið vinsældir Kon-tiki safnsins í Oslo þar sem sjá má orginal flekann og heimildamynd um ferðina sem Thor gerði sjálfur og vann Óskarsverðalaun fyrir árið 1951. Það er þó einhverjir ættingjar óhressir með það skáldaleyfi sem kvikmyndagerðarmennirnir tóku sér, t.d. er persóna ísskápasölumannsins Hermanns, sem slæst í hópinn, að mestu uppdiktuð. Mjög fín mynd engu að síður og auðvitað algjört möst sí fíli maður suðurhöf og svaðilfarir. Græna ljósið ætlar að sýna þessa mynd nú að Riff lokinni, auk Woody Allen heimildamyndina.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: