Gubb Stuðmanna

10 Okt


Eggert Þorleifsson & Stuðmenn – Dúddi rádd’okkur heilt
Út er komin Astralterta, þrefaldur 30 ára afmælispakki Stuðmanna og Grýlanna fyrir hina frábæru og fyrnástsælu gamanmynd Með allt á hreinu. Pakkinn skiptist í þrennt: Tónlistin úr myndinni (sama innihald og LP platan sem kom út 1982), myndin sjálf á DVD (því miður án aukaefnis) og diskurinn Gubbið, með efni út myndinni sem kom sumt út á plötunni Í góðu geimi (1985), en annað nú í fyrsta sinn. Dúddi rádd’okkur heilt er eftir Sigurð Bjólu, en textinn eftir Egil og Valgeir. Áður óútgefið.

Þótt við æskufélagarnir værum á móti allskonar tónlist sem var ekki pönk eða njúveif, vorum við mjög hlynntir Stuðmönnum á þeim tíma sem myndin kom. Bæði fíluðum við seventís plöturnar tvær og vorum því jákvæðir í garð Stuðmanna og fannst myndin auk þess skemmtileg. Ekki skemmdi fyrir að Steinn Staptason, Trausti Júlíusson og Kristinn Jón Guðmundsson voru á svæðinu þegar óborganlegt hæfileikakeppnis-atriði var tekið upp í Sjálfsstæðishúsinu (Nasa). Hljómsveitin Ást, sem þeir voru í (auk mín, sem var ekki á svæðinu) var næstum því komin í myndina, en því miður varð ekkert af því. Strákarnir sjást þó eitt augnablik í mynd og það fannst okkur að sjálfssögðu hápunktur myndarinnar…

6 svör to “Gubb Stuðmanna”

 1. Frambyggður október 13, 2012 kl. 12:43 f.h. #

  Var Stefán Grímsson í hljómsveitinni Ást? Hefur eitthvað annað en það sem er á SATT plötunum komið út með þeim?

  • drgunni október 13, 2012 kl. 4:52 f.h. #

   Stefán kom við sögu hjá Ást en var ekki fastur meðlimur nei. Auk lagsins á Satt eru 4 lög með Ást á safnspólunni Rúllustiginn (Erðanúmúsík 1984). Spólan verður endurútgefin á Gogoyoko bráðlega.

   • Frambyggður október 15, 2012 kl. 5:07 f.h. #

    Takk. Ég hlakka til að heyra það.

 2. Davíð Thoroddsen Guðjónsson október 13, 2012 kl. 12:23 e.h. #

  Flott endurútgáfa hjá Stuðmönnum og Senu, endurhljóðblöndunin tókst mjög vel að mínu mati, þ.e. á þeim lögum þar sem „orginal“ fjölrása segulböndin hafa varðveist, enda eru örfá lög þarna sem eru í upprunalegum útgáfum („Taktu til við að tvista“ hljómar eins og það sé tekið af vínyl, masterinn kannski týndur?) – en samt vonbrigði með DVD-diskinn – sérstaklega það að þessi útgáfa virðist vera sú sama og var á VHS einu sinni, þ.e. hlutföllin fyrir gömlu túbusjónvörpin og myndin frekar óskýr miðað við það sem gengur og gerist í DVD-endurútgáfum í dag – hefði viljað sjá þessa mynd yfirfærða aftur stafrænt af annaðhvort góðu filmueintaki eða negatívunum ef þær eru til – og helst lagað pitchið í leiðinni – tónhæðin hækkar sjálfkrafa við að færa filmu sem er 24 rammar á sekúndu yfir á DVD (25 rammar á sekúndu) sem getur verið til ama í tónlistarmynd en hægt að laga með nýjustu tækni 🙂

  • Ari Eldjárn október 14, 2012 kl. 9:29 e.h. #

   Vá! Ég hélt alltaf að þetta atriði hefði verið tekið upp á Akureyri. Mér finnst samt besta atriðið alltaf vera þegar Árni Johnsen birtist fyrir aftan Stuðmenn og Grýlurnar á Þjóðhátíðarsviðinu og veit ekkert hvað hann á að gera.

   • drgunni október 15, 2012 kl. 4:57 f.h. #

    Auðvelt að ruglast á þessu á Akureyri af því að í senunni á undan er Stuðmannarútan einmitt að renna í hlað á Ráðhústorginu á Akureyri. Svona er þessi mynd öll full af furðum og blekkingum! Þarf að tékka á Árna, man ekki eftir því atriði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: