Hverjir fokkuðu Orkuveitunni upp?

11 Okt

Það voru „trúðarnir í Besta flokknum“ sem reyndust bestir til að taka til eftir hina svokölluðu „alvöru stjórnmálamenn“ sem árum saman höfðu smátt og smátt skorið gullgæsina á háls og skafið út úr henni innyflin. Allt bendir í sömu átt: Hörmulegir stjórarhættir, þrælrotin stjórnmál og mafíustælar – stjórnendur hafa verið sem alfreðnir árum saman.

Fokköppið hefur bein áhrif á  mánaðarútgjöldin manns – reikningarnir frá OR eru svívirðalega háir enda gullgæsin að berjast fyrir lífi sínu.

Svona mögnuð fokköpp verða ekki að sjálfu sér. Framan á DV á morgun verða vonandi andlit þeirra sem fokkuðu þessu svona algjörlega upp.

Það mun svo náttúrlega enginn þeirra þurfa að svara til saka – enda búum við á Íslandi – en eitt geturðu þó gert finnist þér á þér brotið: Ekki kjósa yfir þig fólk af nákvæmlega sama sauðahúsi – eða jafnvel sömu sauðina – næst þegar þú hefur tækifæri til þess.

9 svör to “Hverjir fokkuðu Orkuveitunni upp?”

 1. StefánP október 11, 2012 kl. 2:51 e.h. #

  Allir – er líklega svarið sem kemst næst sannleikanum.

  • Rósa Halldórsdóttir október 12, 2012 kl. 12:47 e.h. #

   En er ekki pabbi hennar Heiðu í Besta flokknum með einkarétt á túristaþjónustu fyrir OR? Er það ekki spilling ef verkið var ekki boðið út?

   • drgunni október 12, 2012 kl. 1:48 e.h. #

    Ég veit ekkert um það nema það að Helgi var fyrir lifandis löngu byrjaður að vinna þarna áður en Heiða fór að starfa fyrir Besta flokkinn.

 2. Jónas Bjarnason október 11, 2012 kl. 3:11 e.h. #

  Það er alveg ljóst. R-listinn tók þá ákvörðun að sameina allar veitustofnanir borgarinnar og myndað eitt fyrirtæki, OR. Alfreð Þorsteinsson var stjórnarformaður OR í byrjun í fáein ár og hann hagaði sér eins og hann væri einn í heiminum. Þá var tekin ákvörðun um byggingu Hellisheiðarvirkjunar í þeirri von, að unnt yrði að selja rafmagn í stóriðju, en það er algjört rugl. Ég hef skrifað nokkrar greinar um þetta á Eyjunni og í Mbl. – Síðan kom brjálæðisleg útþensla alveg frá Hvolsvelli upp á Stykkishólm, og ennþá var það Alfreð Þorsteinsson. Svo kom Lína.net og risarækja o.fl. – Nýja skýrslan segir ekkert hvort hægt sé að selja rafmagn frá Hellisheiðinni – til iðnaðar eða bara til Landsvirkjunar.

  • drgunni október 12, 2012 kl. 5:21 f.h. #

   Alfreð? Nei hann gerði ekki neitt og er algjörlega blásaklaus. Segir hann allavega 😉

 3. Jón Ingi október 11, 2012 kl. 3:46 e.h. #

  Enn finnast manni orkureikningar á SV horninu smáaurareikningar miðað við orkureikninga víðast hvar úti á landi hvað sem öðru líður.

 4. Jóhann Ísak Pétursson október 11, 2012 kl. 4:05 e.h. #

  Hvernig væri að reisa styttur af þeim sem fokka öllu upp, t.d. af Alfreð fyrir framan Orkuveituhöllina og Davíð framan við seðlabankann? Áletrunin gæti hafist á: Þessi maður fokkaði upp …… Eru þeir ekki fyrst og fremst að reyna að reisa sér minnismerki?

 5. Hilmar október 11, 2012 kl. 9:16 e.h. #

  Hnitmiðaður og góður pistill Gunni.

  Meira af svona…

 6. solveig jónsdóttir október 12, 2012 kl. 10:43 e.h. #

  bara ákkúrat

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: