Meira eðalefni? Hvernig er þetta hægt!?

12 Okt


Íslenska eðalefnið heldur áfram að dælast út enda allir að reyna að ná fyrir Airwaves (Airwaves eru hin nýju „jól“ tónlistarmanna). Retro Stefson er sterkir kandidatar í „bestu plötu ársins“ með þriðju plötuna sína. Bræðurnir hjóla með ís í gullfallegu myndbandi við lagið Glow, en það lag er nú spilað ótt og títt í spinningtímunum sem ég fer í. Það þýðir bara eitt: „crossover hit“.


Borko – Hold me now
Borko er að koma með plötu sem heitir Born to be free. Níu lög á teini og helvíti gott stöff. Platan er þegar til sölu á Gogoyoko og svo er Borko facebook hér.


Valdimar – Beðið eftir skömminni
Áætlaður útgáfudagur nýju Valdimar-plötunnar, Um stund, er 24.október. Við fyrsta rennsli virðist vera á ferð góð plata, ljúf og seigfljótandi en samt föst fyrir. (Sagði þetta einhverjum eitthvað!?) Svona lýsa strákarnir þessu sjálfir: Platan hefur verið í vinnslu síðastliðið ár en lagasmíðarnar hófust fljótlega eftir að síðasta platan, Undraland, kom út. Stór hluti plötunnar var saminn í heimsóknum Valdimars söngvara hljómsveitarinnar til Hollands þar sem hann og Ásgeir gítarleikari sátu saman löngum stundum við lagasmíðar með súkkulaði og viskýtár að vopni. En sá síðarnefndi var búsettur þar á meðan að vinnan við plötuna fór fram.
Í byrjun árs hófst svo stíf vinna við að þróa og útsetja lögin sem höfðu orðið til í Hollandi og ásamt lögum frá fleiri hljómsveitarmeðlimum. Segja má að útsetningar nýju plötunnar séu talsvert þróaðari og hljóðheimurinn stærri en á síðustu plötu.Við gáfum okkur góðan tíma í að prófa ýmsar útfærslur á lögunum og leyfðum okkur tilraunamennsku við útsetningar. Segja má að Högni Þorsteinsson sem bætist við hljómsveitina eftir að Undraland kom út hafi sett svip sinn á bandið auk þess sem hljóðgerflatilraunir Kristins Evertssonar skipa nú stærri sess en áður. Rythma parið Guðlaugur Már Guðmundsson og Þorvaldur Halldórsson halda þessu svo saman þéttari en nokkru sinni fyrr.

 

Prins Póló er að verða alveg sturlaður af stuði! Hefur „gefið út“ fjögur lög í ár, hvert öðru betra, þó er það nýjasta, Tipp topp, það besta að mínu mati. Prinsinn er annars ekkert að spá í plötu, heldur ætlar að mjatla þessu út smátt og smátt.

 

Hljómsveitin Good Moon Deer hefur „gefið út“ tvö lög sem má hlusta á á heimasíðu sveitarinnar. Bandið verður á Airwaves og er all framúrstefnulegt.


En að öðru: teiknarinn frábæri SÖB, Sigurður Örn Brynjólfsson, hefur opnað heimasíðu. Hann var einn aðal teiknarinn hér in ðe seventís og á því mikið af þeim „heimi“ sem maður ólst upp í. Hann kom mikið við sögu í auglýsingabransanum og teiknaði skrípó. Á heimasíðunni sjást ýmis verk eftir hann. m.a. plötuumslög fyrir Tilveru og Böðvar Guðmundsson. SÖB hefur búið lengi í Eistlandi og á fjölskyldu þar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: