Gangnam Style

16 Okt


Lagið Gangnam Style er orðið Macarena eða Who let the dogs out þessa árs; stuðlag sem jafnast á við plankið í almannavinsældum og á eftir að hverfa með sama hraða úr almannavitund, enda í grunninn óþolandi. Í gær sá ég glæsilegt myndband frá skemmtun borgarstarfsmanna þar sem hópurinn dansaði við þetta lag. Fremstir í flokki voru Hr. Borgarstjóri og Björn Blöndal sem sýndu glæsilega danstakta. Ég fann þetta ekki aftur á Facebook, svo ef einhver getur sent mér slóðina væri það vel þegið!

Lagið Gangnam Style er með suðurkóreska rapparanum PSY og er af sjöttu plötu hans,  PSY’s Best 6th Part 1, sem kom út í sumar.  Í laginu syngur PSY á glettinn hátt um Gangnam hverfið í Seoul, sem jafnast á við Beverly Hills í LA hvað varðar efnishyggju og sjúkheit. Það er fyrst og fremst massíft áhorf á Youtube (er að nálgast 500 milljón views!) sem hefur gert lagið svona vinsælt. Samkvæmt þessari grein á NPR hafa þó yfirvöld í Suður Kórea lengi undirbyggt poppið, eða „K-poppið,“ eins og það er kallað. Í Suður-Kóreu er popp algjör iðnaður, en í Norður-Kóreu er poppþróun mjög skammt á veg komin og meiri áhersla lögð á að byggja upp risavaxinn her. Þar hentu menn þó í satíru-lag á Gangnam stælinn og settu á heimasíðu Norður-Kóreska ríkisins.

Hvað með önnur K-popp lög? Stíllinn er markaður af beinskeittum endurtekningum og klisjum. Poppstjörnur eru valdar eftir útliti (samt ekki Psy greinilega) og ungað út í hitakössum ófrumleikans. Ef þig langar að heyra meira K-popp (lög sem eru eins og Gangnam Style bara ekki eins skemmtileg) er auðveldasta leiðin að skella sér á Youtube og slá inn K-pop. Opnast þá gáttir helvítis. Þarna er t.d. fréttastikla um K-poppið þar sem kemur í ljóst hvers konar agaður ógeðsiðnaður þetta er.

4 svör to “Gangnam Style”

 1. Magnús október 16, 2012 kl. 7:03 f.h. #

  Aron Einar bara mættur með gestaskrif á heimasíðu Doktorsins?

  • drgunni október 16, 2012 kl. 7:16 f.h. #

   Ég skil ekki þessa aðdróttun.

 2. Óskar P. Einarsson október 16, 2012 kl. 9:38 f.h. #

  N-Kóreubúar þurfa að fara að uppfæra internetið hjá sér, enda er það á 1995-hraða. Þetta Gangnam-spúff slær samt allt út:

  • drgunni október 16, 2012 kl. 9:46 f.h. #

   Ha ha já þetta er ágætt. N-Kórea eyðir öllum peningunum sínum í vopnarúnk svo þeir hafa ekki efni á interneti (eða mat), fólkagreyið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: