Unnsteinn með gamla gítarinn hennar mömmu

19 Okt


Unnsteinn – Qween (læf á Rás 2)
Í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun var Unnsteinn í Retro Stefson að spila á ævagamlan Hagström gítar sem mamma mín keypti árið 1976. Hún hafði fengið þá hugmynd að reyna fyrir sér með það tómstundagaman að spila á gítar. Hún gafst fljótlega upp og þá tók ég gítarinn yfir. Þetta var því fyrsti gítarinn minn. Ég keypti nokkra rafmagnsgítara næstu árin, Yamaha og Gibson SG svo eitthvað sé nefnt, en svo franskan Calif kassagítar árið 1986. Ég hef aldrei fundið neinar upplýsingar um þessa Calif gítara, en hann sándar vel.

Ég hef stundum ætlað að fá mér nýjan kassagítar. Helst þá eitthvað svona flott eins og Martin sem kostar 150 þúsund kall eða svo. Hef náttúrlega aldrei tímt því. Hagströmmin hljómaði nú svona helvíti vel hjá Unnsteini í morgun þótt það hafi hvorki verið skipt um strengi í honum eða spilað á hann að neinu viti síðan svona 1986! Ég tel því engar líkur á að ég fái mér nýjan kassagítar í bráð! Hagströmminn og Califinn duga fullkomlega.

Það er annars af Retro Stefson að frétta að platan þeirra nýja er klárlega besta íslenska platan í ár og það er von á henni á LP innan fárra daga.

Þakkir til Dodda litla fyrir mynd og hljóð!

4 svör to “Unnsteinn með gamla gítarinn hennar mömmu”

 1. Hákon Þorri október 19, 2012 kl. 12:10 e.h. #

  Það vantar í söguna afhverju Unnsteinn var með gítarinn hennar mömmu þinnar. Átt þú gítarinn enn ?

  • drgunni október 19, 2012 kl. 1:18 e.h. #

   Ég á gítarinn enn. Þótt undarlegt kunni að virðast þá var þetta eini gítarinn sem Grími Atlasyni umboðsmanna Retro datt í hug að fá lánaðan fyrir þetta gigg! Unnsteinn á ekki kassagítar sjálfur, en er víst að fá einn slíkan á næstu dögum.

   • Hákon Þorri október 19, 2012 kl. 10:13 e.h. #

    hehehe, þetta er skemmtileg saga. Ég hef mjög gaman af sögu hljóðfæra…. Það er kannski hugmynd fyrir þig í nýja bók. Saga hljóðfæra sem hafa gengið kaupum og sölum á milli manna í bransanum.

   • drgunni október 23, 2012 kl. 5:33 f.h. #

    Já góð hugmynd en mikil og erfið vinna væntanlega…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: