Aparnir í lífi Ellýjar Vilhjálms

26 Okt


Skiptidílar tíðkast á bestu bæjum og hér höfum við Margrét Blöndal bæði komist í spikfeitan skiptidíl. Hún skrifaði sem kunnugt er ævisögu Ellýjar Vilhjálms, sem Sena er nýbúin að gefa út. Ég heyrði í Margréti í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær segja frá því að Ellý átti apa, sem hún keypti í útlöndum og smiglaði til landsins. Apakvikindið hét Bongó og var ekkert nema bögg. Hann endaði því í Hveragerði, ekki í Eden eins og margir halda, heldur í Mikkelsen og var fyrsti apinn í Hveragerði (nema sá sem Apavatn er nefnt eftir hafi verið á undan?)

Þegar Bongó hafði rekið upp sinn síðasta apa-skræk var hann stoppaður upp og dvaldi þannig í Íslenska dýrasafninu á Skólavörðustíg. Dýrasafnið fór á hausinn og allt góssið (uppstoppuð dýr, spéspeglar o.s.frv.) var selt á uppboði árið 1978. Síðan þá hefur ekkert spurst til hins merka apa Ellýjar Vilhjálms og ef einhver veit hvar Bongó er niðurkominn er hann vinsamlegast beðinn um að setja sig í samband við Margréti  Blöndal!

Bongó var reyndar ekki fyrsti apinn í lífi Ellýjar. Í október 1953 var hún nýbyrjuð að syngja með KK sextettnum. Þá lenti hún í því að hita upp fyrir apann Jonny á kabarett-sýningu. Þetta hefur verið rosa sýning, Baldur (og Konni væntanlega líka) að kynna og það er ekki spurning að maður myndi mæta ef boðið yrði upp á svona eðalsjó í dag, til dæmis á Listahátíð. Það vantar alveg apa á Listahátíð! Eða bara almennt í listalífinu. Hvenær mun fyrsti apinn stíga á svið Hörpu?

Mikið var látið með Jonny 1953 eins og sjá má:Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: