Plöggað vilt og galið

26 Okt

Plöggtíð er runnin upp með tilfallandi selláti. Nú plögga ég reyndar með stuð í hjarta, enda með svo fáránlega gott stöff í höndunum, hinn einlæga og stórkostlega stuðrant, STUÐ VORS LANDS. Hvar sem ég kem reka menn upp stór augu, svelgist á, sletta í góm og segja svo eitthvað á þessa leið eftir að hafa mænt á hlunkinn um stund: „Í viltustu draumum mínum hefði ég aldrei ímynd með mér að hægt væri að búa til svona stórfenglega bók – varstu ekki lengi að skrifa þetta?“

Þá kími ég og segi: Nei nei, bara svona mánuð, og reyni að gera lítið úr þessu, því eins og fólk sem þekkir mig veit þykir mér fátt óþægilegra en að vera hrósað. Ég fer bara svo obboslega hjá mér.  En undan því verður bara ekki komist í þetta skipti.

Nú, ég flæktist með bókina milli fjölmiðla. Eins og vanalega hittir maður allt fræga fólkið á Rúv.


Hr. Páll Magnússon veitti bókinni viðtöku fyrir hönd Íslenska Ríkisútvarpsins. Hann hefur mjög einfaldan smekk og velur bara það besta, eins og þú veist, og gat því ekki hætt að brosa með stuðhlussuna í fanginu.


Hr. Óli Palli, spámaðurinn í Popp- og Rokklandi, fékk næstum taugaáfall af stuði þegar bókin komst í hendur hans.


Luftgítarþenjarinn Matti Matt reif plastið strax af og byrjaði að lesa. Hann svaf ekkert í nótt.


KK reyndi að sýna stillingu með Stuðrantinn í höndunum, en allt kom fyrir ekki…


Nú er bókin að koma í búðirnar (það er að þakka heljarmenninu Hannesi sem sér um dreifingu fyrir útgefanda minn, Sögur) og er a.m.k. kominn í Bókabúð Máls og Menningar á Laugaveginum (útgáfuteitið verður einmitt þar eftir eina viku!) Svo frábærlega vildi til að fyrsta eintakið keypti Jakob Frímann fyrir hönd FTT til að færa Ingibjörgu Þorbergsdóttur á 85 ára afmæli hennar í gær. Ingibjörg var einmitt fyrst kvenna til að syngja og gefa út eigið popplag og var næstum búin að meikaða í USA. (Nánar í Stuðrantinum, nema hvað!?)

Ég minni á hið skelegga kvennamix mitt Songs written and sung by Icelandic women á 8tracks, en þar á Ingibjörg einmitt fyrsta lagið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: