Tíu á teini! (10 nýjar plötur)

27 Okt

Sannlega segi ég yður: Airwaves eru hin nýju jól! Því eru nú allir og amma þeirra komnir með flúnkunýja plötu fyrir vertíðina. Því Airwaves byrjar nefnilega í næstu viku. Eins og þú veist. Látum okkur sjá:


Jónas Sigurðsson & Lúðrasveit Þorlákshafnar – Inn í berginu
Hinn geðþekki Sólstrandargæi er kominn með plötu númer þrjú – þar sem himinn ber við haf: þrælþéttann pakka með „lífið í Þorlákshöfn“-konsept-vinkli – sjipp o hoj! Virkilega sneddí stöff. Jónas fer bráðum á túr um landið í samfloti með Ómari Guðjónssyni gítarleikara. Ómar er búinn að gera nýja plötu sem er mun meira popp heldur en djassinn sem hann hefur hingað til verið tengdur við. Þar syngur Ómar og alles og þetta litla sem ég hef heyrt hljómar spennandi.


Pascal Pinon – Ekki vanmeta
(Ekki segja krútt ekki segja krútt ekki segja krútt) Systurnar í Pascal Pinon eru loksins komnar með plötu #2, Twosomeness. Það er þýski risinn MORR sem gefur út.  Eða eins og segir í fréttatilkynningunni: „Hljómsveitin er í skipuð þeim tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum. Platan er unnin í nánu samstarfi við Alex Somers, en hann hefur áður unnið að plötum með Sin Fang, Úlfi, Jónsa og Sigur Rós. Twosomeness er blæbrigðarík og einlæg plata. Hljóðheimur hennar er lífræn og persónulegur , það brakar í viðargólfum og fótstignum kirkjuorgelum og það snarkar gömlum tækjum. Sérstaða plötunnar felst í frábæru samspili Jófríðar og Ásthildar en söngur þeirra er hér í aðalhlutverki. Twosomeness inniheldur 12 lög og eru textar fluttir á íslensku, ensku og sænsku. Hljómsveitin mun koma fram á þónokkrum tónleikum í kringum tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Fyrstu tónleikar þeirra verða í Iðnó miðvikudagskvöldið 31. október en þar leika þær á sérstöku kvöldi tileinkað útgáfufélagi þeirra, þýska félaginu Morr Music. Þar munu einnig koma fram hljómsveitarinnar FM Belfast, Prinspóló, Sóley og Sin Fang.“


Jón Þór – Sérðu mig í lit?
Popprokkarinn Jón Þór, áður kenndur við Lada Sport og eitthvað powerpopband með Sindra Eldon sem ég man ekki alveg hvað heitir (Power Dragon?), er loks kominn með sólóplötuna Sérðu mig í lit. Hér er kraftgallapopprokkað af miklu öryggi og er ljómandi skemmtilegt og hresst. Titillagið steinliggur með rjómariffum og saxófónatexta. Platan á Gogoyoko!


Friðrik Dór – Guðdómleg (ásamt Janus Rasmussen)
Friðrik Dór er eggjandi sem fyrr á plötu #2 – Vélrænn. Ætti ég kannski að segja að hann sé alveg með þetta? Svipuð hreyfing og í blaki. Platan spýtir gotti á Tónlist.is.


Hlustið á þrjú lög af plötunni hér.
Kolrassan Elíza Newman er með Heimþrá, tíu laga plötu, alla á íslensku. „Með þessari plötu er Elíza á vissan hátt að að reyna að endurskapa þá tónlistarstemmingu sem hún ólst upp við heima í Keflavík, þar sem m.a. var hlustað á tónlistarmenn eins og Vilhjálm Vilhjámsson, Berþóru Árnadóttur, Gunna Þórðarson og Spilverk Þjóðanna. Hana langaði að skapa hlýja en sterka poppplötu þar sem raddanir og lagasmíðar fengju að njóta sín. Plötuna hefur Elíza tileinkað minningu móður sinnar, Eyglóar Þorsteinsdóttur, sem vakti áhuga hennar á ljóðum og tónlist frá unga aldri.
Gísli Kristjánsson sá um upptökustjórn á Heimþrá og spilaði einnig á ýmis hljóðfæri. Hann hefur getið sér gott orð sem upptökustjóri síðastliðin ár og starfar mestmegnis í London og hefur unnið með listamönnum á borð við Duffy, Cathy Dennis, Roislin Murphy, Jamie Cullum og  Mick Jones svo einhverjir séu nefndir. Þetta er önnur platan sem Gísli vinnur með Elízu, en hann stjórnaði einnig upptökum á síðustu plötu hennar Pie in the Sky.“ (Úr frkt.)


Nóra – Himinbrim á Gogoyoko
Hljómsveitin Nóra er með Himinbrim, aðra plötuna sína. „Platan inniheldur 11 lög og er afrakstur tveggja ára vinnu en gríðarlegur metnaður hefur verið lagður í lagasmíðar, útsetningar sem og upptökur og er útkoman eftir því, platan þykir með eindæmum vel heppnuð,“ segir í ftk. „Platan var meðal annars fjármögnuð í gegnum síðuna http://www.pledgemusic.com en þar bauðst aðdáendum sveitarinnar að heita á hana og kaupa nýju plötuna fyrirfram, ásamt öðrum vörum. Viðbrögðin voru framar vonum og söfnuninni lauk 3 vikum fyrr en áætlað var. Er von að fleiri íslenskar hljómsveitir muni nýta sér þessa leið við fjáröflun í framtíðinni.“


Listakonan Berglind Ágústsdóttir er búin að gefa út kassettuna Dream Lovers. Hún er svo að setja saman poppplötu sem kemur með hækkandi sól.

Hjá Paradísarborgarplötum má alltaf ganga að pönkinu vísu. Þar má nú hlaða niður nýrri plötu Ofvitanna, Nóttin varð köld og í lengra lagi. Ofvitinn Þórir Georg er svo alveg að fara að gefa út plötuna I will die and you will die and it will be alright

Lára Rúnars – Heartbeat
Lára Rúnars er svei mér þá komin með langbestu plötuna sína til þessa, það er sú fjórða og heitir Moments. Hér kemur plöggið, funheitt úr fréttatilkynningarvélinni: Lára Rúnars sendir hér frá sér sína fjórðu breiðskífu sem ber nafnið Moment og nú fá dekkri og ögrandi hliðar Láru að njóta sín meira nú en áður. Við gerð plötunnar segist Lára hafa verið undir áhrifum frá sterkum tónlistarkonum eins og PJ Harvey og svo tónlistarmönnum eins og John Grant en þau áhrif eru augljós í melódísku en angurværu indí-poppi Láru. Síðasta breiðskífa Láru Rúnars, Surprise, kom út árið 2009 en lög af henni nutu mikilla vinsælda hér á landi og ómuðu talsvert á öldum ljósvakans. Með Surprise vaknaði einnig áhugi fyrir Láru erlendis sem meðal annars lék á sérstökum tónleikum fyrir Q Magazine í London ásamt Amy MacDonald auk þess að koma fram á fjöldamörgum tónlistarhátíðum víðs vegar um Evrópu. Áður en vinna við fjórðu breiðskífuna hófst hélt Lára í tónleikaferð um Þýskaland og Sviss sumarið 2011 við góðar undirtektir en þar bar hæst að uppselt var á tónleika hennar á hinum heimsþekkta Lido klúbbi í Berlín. Lára Rúnars hefur á allra síðustu árum verið að festa sig í sessi sem ein af okkar fremstu tónlistarkonum. Tónlist hennar hefur verið í stöðugri mótun og það verður því spennandi að sjá hvaða skref hún stígur í þeirri þróun með nýrri plötu. Útgáfutónleikar í Fríkirkjunni 23. nóvember.


Skálmöld – Fenrisúlfur
Ú é… Ekkert helvítis kjaftæði á ferð hér! Bara vellandi eðalmálmur með fornu víkingarugli (les: „arfleið okkar“). Næs. Plata Skálmaldar heitir Börn Loka (segið brandara hér) og þú munt sjá miðaldra menn í svötum t-bolum lepja þetta umvörpum upp eins og gallið úr Hrafnaflóka. Hellzé!, eins og við miðaldra mennirnir segjum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: