Airwaveshátíð í bæ

1 Nóv


Þá er hátíð í bæ. Airwaves hátíð í bæ. Annað árið í röð stend ég vaktina í media center og festi armbönd á íslensku tónlistarmennina. Þetta er ljúft verk og löðurmannlegt enda ekki nema svona 700 íslenskir músíkantar sem þurfa að fá armbandið sitt. Hér er Lay Low mætt.

Búi maður í Rvk sér maður sömu andlitin dag eftir dag í mengi smáborgarinnar.  Yfir Airwaves fyllist allt af nýjum andlitum, oftar en ekki eitthvað ægilega hipp og kúl frá vel lyktandi heimsborgum. Miðbærinn breytist í stórborg í nokkra daga. Þetta er frábær tími.

Fyrir utan rosalega almenna dagskrá er svo offvenue-pakkinn sem er sneisafullur af dúndur stöffi. Offvenue-giggin eru öll ókeypis og hægt að detta fyrirvaralaust inn á gott stöff út um allan bæ. Halelúja!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: