Brennisteinn Sigur Rósar

5 Nóv


Sigur Rós spilaði frábært gigg í Laugardalshöll í gærkvöldi og lokaði magnaðri Airwaves hátíð – líklega þeirri best heppnuðu til þessa. Jónsi og bandið var frekar drungalegt á því útlitslega séð, allt dimmt og svart á sviðinu, en stemmningin var oft mögnuð því ljós og myndskeið bjuggu til stórfenglegan hjúp á risasvaxinni sviðsmyndinni. Þetta var eins konar best of sett og allt vaðandi í konfekti. Röð laga svohljóðandi:

Lagið í gær
Vaka
Ný batteri
Svefn-g-englar
Sæglópur
Viðrar vel til loftárasa
Hoppipolla + Með blóðnasir
Olsen olsen
Glósóli
Festival
Varúð
Hafsól
Ekki múkk
Brennisteinn
Popplagið

Mest spenntur var maður fyrir nýja laginu Brennisteinn, sem hljómaði þegar til kom sem einskonar bútasaumur af Sigur Rós, Nine Inch Nails og Coldplay (sjá myndband að ofan). Þetta er lag sem lofar mjög góðu fyrir næstu plötu sem von er á á næsta ári. Mér segist svo hugur að Valtari sé einskonar snarl, en að næsta plata verði hlaðborð. Mjög, mjög spennandi.

Sigur Rós sýndi það í gærkvöldi að það er engin tilviljun að þetta er flottasta og fræknasta band sem klakinn hefur alið – og er þó af þónokkru að taka.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: