Eldmóður fyrr og nú

1 Des

Eusapia-Palladino-levitation--table
Mér finnst eins og fólk fyrir svona 100 árum hafi haft miklu fleira til að fyllast heilögum eldmóði yfir en við núna. Þá var sósíalismi og kommúnismi og allskonar ismar eins og eitthvað sem tæki því að berjast fyrir. Ef ekki það mátti leggja fyrir sig Esperantónám eða trúa því að spíritismi væri málið. Spíritistar héldu að sannanir fyrir lífi eftir dauðann væru á næsta leiti og eyddu púðri í að ræða um mismunandi tegundir af útfrymum. Á svipuðum tíma börðust menn gegn áfengisbölinu og bindindisfélög voru vettvangur eldmóðs. Sem sé, allskonar mál sem hægt væri að sökkva sér í (sjá: Þórbergur).

Fyrir svona 10 árum og alveg fram að hruni var náttúruvernd aðalmálið. Allt púður fór í fjas með eða móti virkjunum – Eigum við þá bara að lifa á fjallagrösum, ha? – en það dæmi snardrapst allt með hruninu og enginn nennir lengur að spá í kolefnisjöfnun.

Strax eftir hrun héldu allir að Nýja Ísland væri alveg að koma og allt yrði æðisgengið. Sá eldmóður gufaði fljótlega upp. Mér finnst eins og algjört hugmynda- og hugsjónaleysi sé ríkjandi í dag. Kannski helst bara grímulaus efnishyggja sem fær útrás í nýjum vörum frá Apple á hálfsárs fresti. Og svo náttúrlega femínisminn, sem gengur akkúrat núna út á komast til botns í muninum á Gillz og Blaz. Ég væri alveg til í eitthvað merkilegra til að nenna að æsa mig yfir.

Annað slagið verður smá uppþot yfir einhverjum sem er að reyna að vera fyndinn á misheppnaðan hátt (kjellingar eiga að gleypa sæði að því það er svo mikið vítamín í því, hó hó hó) eða bókaútgefendum sem eru með bleikt fyrir stelpur og blátt fyrir stráka.

kynjun
Sænska dótafyrirtækið TOP-TOY er alveg með þetta á hreinu í nýjasta katalóknum sínum og hefur kynjað hann í drasl. Það er reyndar ekki gengið alla leið og strákar klæddir í prinsessukjóla, en það kemur kannski næst. Enda ekkert að því að strákar gangi í prinsessukjólum. Langi þeim til þess.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: