Úr músíklífinu

12 Des

Nokkrar funheitar fréttir úr heimi tónlistarinnar:


Fyrst ber að nefna að þeir félagar Jónas Sig og Ómar Guðjónsson fóru hringinn – 14 gigg á 14 dögum – og lentu í allskyns hrakningum. Nú eru þeir komnir í bæinn og verða með tvö tvímenningsgigg á KEXINU núna á fimmtud (á morgun) og föstud (hinn). Miðasala er á Miði. Að ofan má sjá videó frá Flateyri sem Önni trommari gerði.


Strákar nokkrir sem hafa spilað með Hljómsveitinni Ég eru í hljómsveitinni Monterey. Svona er fréttatilkynningin frá þeim um fyrstu plötuna: Hljómsveitin Monterey hefur sent frá sér sína fyrstu plötu og ber hún heitið Time Passing Time. Monterey, sem m.a. er ættuð úr Breiðholti, kom fyrst fram árið 2007 undir nafninu April og hefur verið starfandi síðan með hléum og nokkrum mannabreytingum. Í fyrra var nafninu formlega breytt í Monterey, og var það gert í höfuðið á smábæ í Kaliforníu þar sem margar flottar tónlistarhátíðir hafa verið haldnar, sú frægasta sennilega Monterey Pop Festival 1967.
Forsprakki hljómsveitarinnar er Steindór Ingi Snorrason sem syngur og spilar á gítar og með honum í bandinu í dag eru Andri Geir Árnason á trommur, Arnar Ingi Hreiðarsson á bassa og Baldur Sívertsen á gítar.
Tónlist Monterey mætti lýsa sem hugljúfri og fallegri poppmúsik undir sterkum áhrifum frá síðbítlarokki sjöunda og áttunda áratugarins, en þó telur sveitin að músikin sé sniðin að hugarheimi tuttugustu og fyrstu aldar mannsins. Hljómplatan var hljóðrituð hér og þar í Reykjavík á árunum 2011-2012 og gefa strákarnir plötuna út sjálfir. Mix og mastering var í höndum Ebergs. Á Facebook.

5fb509371f1b5695f88781caa9cf8b09
Með DJ Musician er komin út  platan INSTANT CLASSIC. „Platan er fyrst um sinn eingöngu fáanleg á Gogoyoko, en restin af veröldinni fær að faðma að sér snilldina von bráðar“ – http://www.gogoyoko.com/album/Instant_Classic/ – „Og innan skamms kemur annar skammtur frá þínum uppáhalds dj, því þann 17. desember kemur út EP-platan MAYBE THE FUTURE IS ROCK’N’ROLL.“

angrybones
Mér var bent á að hljómsveitin Angry Bones var að gefa út sína fyrstu plötu sem hægt er að finna hérna http://www.gogoyoko.com/album/Lots_of_voluntary_effort og það er líka hægt að sækja hana alla hérna fríkeypis: http://soundcloud.com/gagnakureki/sets/lots-of-voluntary-effort-1/ – Þetta er ágætis nýbylgjurokk með góðri söngkonu, Fiona Cribben, sem ég veit engin deili á. Aðrir meðlimir hinna Reiðu beina eru Einar Johnson, Vonbrigði bræðurnir Tóti og Árni og Bogi Reynisson úr Sororicide og Stjörnukisa og ég veit ekki hvað og hvað. Úrvalslið, sem sé. Mæli með hlustun.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: