Stuð á ensku

7 Jan

Stuð vors lands gekk vel, þakka þér fyrir. Það seldust eitthvað á annað þúsund eintök, en svo er gert ráð fyrir að restin mjatlist út á næstu misserum.

Og þá er það næsta karríer-múv og það er að skrifa bók upp úr Stuðinu á ensku. Þar verða efnistökin allt önnur (til dæmis líklega ekki þrír kaflar um Bubba) og allt minna í sniðum – bókin verður bara 10″ eða 7″ að stærð, en við ætlum samt að reyna að hafa hana jafn kúl útlits og Stuðið.

Fyrsta mál á dagskrá er titill bókarinnar. „Stuð“er óþýðanlegt – „Fun“ nær þessu einhvern veginn ekki. Our Nation’s Fun væri til dæmis bara rugl. Ég lýsi því eftir titli á bókina. Undirtitill er sjálfgefinn „The History of Pop and Rock in Iceland“, eða eitthvað slíkt. En  aðaltitillinn er sem sé höfuðverkurinn.

Það eru nokkuð skondin nöfnin sem safnplötumeikbrölti íslensku hafa verið gefin. Fyrst var það safnplatan NORTHERN LIGHTS PLAYHOUSE, sem kom út 1981 með pönki og nýbylgju. Það er reyndar ágætis nafn. Næst kom safnplatan GEYSIR 1986 minnir mig, sem er rugl nafn. WORLD DOMINATION OR DEATH var safnplata Smekkleysu, nefnd eftir mottói Sykurmolanna og ICEBREAKERS var meikplata Steinars sem kom 1991. FIRE og ICE hétu tvær sanfplötur sem komu 1998. Það hafa sem sé oft verið ansi klisjukenndar hugmyndirnar sem menn hafa fengið þegar íslenska poppið hefur verið sett í útflutningsgírinn.

Svo ekki hafa fyrir því að koma með titilinn PUFFINS, VIKINGS AND WHALES fyrir nýju bókina – bara kúl nöfn takk!

62 svör to “Stuð á ensku”

 1. Kolbeinn Marteinsson janúar 7, 2013 kl. 4:55 e.h. #

  Sæll
  Hvernig hljómar

  The Icelandic Buzz eða einfaldlega The Buzz
  og svo undirtitill
  The History of Pop and Rock in Iceland

  Hérna er merkingin frá dictionary.com
  Slang.
  a feeling of intense enthusiasm, excitement, or exhilaration: I got a terrific buzz from those Pacific sunsets.

  kv
  Kolbeinn

  • drgunni janúar 7, 2013 kl. 5:18 e.h. #

   Ekki slæmt!

   • Stefania Aegisdottir janúar 8, 2013 kl. 1:23 e.h. #

    Rock on Ice?

  • Magnea janúar 7, 2013 kl. 7:28 e.h. #

   Hvað með:

   Power United ?

  • Raggi janúar 7, 2013 kl. 9:40 e.h. #

   En hvernig væri
   The Icebuzz
   The History of Pop and Rock in Iceland

 2. Bjarki Þór janúar 7, 2013 kl. 5:17 e.h. #

  Groovy er ágætis þýðing á Stuði

 3. Örn Úlfar Sævarsson janúar 7, 2013 kl. 5:25 e.h. #

  The Music that Came in from the Cold.

 4. Ólafur Hlynsson janúar 7, 2013 kl. 5:50 e.h. #

  Þetta er einfalt.
  Stuð vors lands er tilvísun í þjóðsöng íslendinga sem hefst á orðunum: „Ó, guð vors lands…“
  Til þess að ná fram svipuðum hughrifum á enskum tiltli þá liggur beinast við að nota:
  „In Groove we trust“,
  sem er tilvísun í mottó USA; In God we trust…
  🙂

 5. Anna janúar 7, 2013 kl. 5:50 e.h. #

  Popping up the pop

 6. Magnús janúar 7, 2013 kl. 5:53 e.h. #

  „In guffawed we trust“

 7. Valdimar Þ Valdimarsson janúar 7, 2013 kl. 5:56 e.h. #

  Puplic party in Iceland

 8. Einar Þ Einarsson janúar 7, 2013 kl. 5:57 e.h. #

  Volcano Vibes, Volcanic Vibes, The.

  The Glacier Groove, The Glacial Groove.

 9. Arnar janúar 7, 2013 kl. 5:58 e.h. #

  party on beloved country

 10. Nonni Hans Numa janúar 7, 2013 kl. 6:02 e.h. #

  “Stud” getur lika verid thytt sem “jolt” a ensku. Thvi ekki ad leika ser adeins med thad ord.

 11. Magnús St. Einarsson janúar 7, 2013 kl. 6:04 e.h. #

  Icelandic Grooove

 12. Jónas Gíslason janúar 7, 2013 kl. 6:06 e.h. #

  Our country´s kick

  Kv. frá Mexikó

 13. Baldur Þorsteinsson janúar 7, 2013 kl. 6:08 e.h. #

  Happy days toy country.
  Undirtitill er; The History of Pop and Rock in Iceland.

 14. Steinn janúar 7, 2013 kl. 6:10 e.h. #

  Ice-cold cod music – the new saga

 15. Ragnheiður Elín Clausen janúar 7, 2013 kl. 6:11 e.h. #

  Boogie Woogie in Iceland
  Icelandic Boogie Woogie

  Kannski ekki frumlegt og kannski út í hött en skv. skilgreiningunni hér fyrir neðan af Wikipediu hefur þetta víðtækari merkingu nú en í upphafi og hljómar „jolly“ og stuðlegt.

  „Boogie is a repetitive, swung note or shuffle rhythm,[2] „groove“ or pattern used in blues which was originally played on the piano in boogie-woogie music. The characteristic rhythm and feel of the boogie was then adapted to guitar, double bass, and other instruments. The earliest recorded boogie-woogie song was in 1916. By the 1930s, Swing bands such as Glenn Miller, Tommy Dorsey, and Louis Jordan all had boogie hits. By the 1950s, boogie became incorporated into the emerging rockabilly and rock and roll styles. In the late 1980s and the early 1990s country bands released country boogies. Today, the term „boogie“ usually refers to dancing to pop, disco, or rock music.“

 16. Júlli janúar 7, 2013 kl. 6:13 e.h. #

  Ég er sammála Ólafi hér að ofan og sting upp á „In Rock we trust“ eða „In Groove we trust“.

 17. hedinnosmann@talnet.is janúar 7, 2013 kl. 6:18 e.h. #

  Hvað um “ flash of our country“

 18. Björn janúar 7, 2013 kl. 6:21 e.h. #

  Thou Shalt Rock- The History of Pop and Rock in Iceland

 19. Magnús janúar 7, 2013 kl. 6:21 e.h. #

  1. Ice, fire, rock and role (Ice and fire – rock and role)

  2. Ice rocks

 20. Friðrik Erlings janúar 7, 2013 kl. 6:23 e.h. #

  Hvað með: „In Rock we Trust“

  Mér finnst glatað að reyna að gera einhvers konar ‘þýðingu’ á séríslenskri stemningu í orðum sem aldrei verður yfirfærð svo neinn skilji, sem ekki hefur alist upp hér á landi.

 21. Darri janúar 7, 2013 kl. 6:27 e.h. #

  Power of Our Land

 22. Guðni Jónsson janúar 7, 2013 kl. 6:32 e.h. #

  the blast of fire & Ice.

 23. gummih janúar 7, 2013 kl. 6:32 e.h. #

  Of einfalt til að flækja það – hafa enska titilinn einfaldlega „Stuð“ – Sem er nógu líkt Stud til að grípa athyglina og með þessu asnalega ð til að vekja pínu áhuga. Undirtitillinn leysir flækjuna og einhversstaðar á coverinu má hafa fallega letursetta orðabókaútskýringu á því hvað Stuð þýðir á ensku

 24. Einar Þorn janúar 7, 2013 kl. 6:37 e.h. #

  Ice Fire and Sound – Ice Fire and Song – Lava Beat – Lava Rock – Ice Beat – Ice Rock
  Our Daily Groove

 25. Óli Ingi janúar 7, 2013 kl. 6:39 e.h. #

  Eins og kemur fram hér að ofan er „Stuð vors lands“ væntanlega tilvísun í „Ó guð vors lands“ þá datt mér í hug til að halda svipaðri tengingu í enska nafninu „Our star-spangled bands“ sem væri þá tilvísun í það sem usa menn kalla þjóðsöngin sinn.

 26. Gunnar Kristjánsson janúar 7, 2013 kl. 6:41 e.h. #

  Groovenation

 27. DanO janúar 7, 2013 kl. 6:58 e.h. #

  Since its pretty much made up bullshit… how about out my ass

  • Bjarki Þór janúar 7, 2013 kl. 8:32 e.h. #

   Leoncie?

 28. kagustsson janúar 7, 2013 kl. 7:11 e.h. #

  Til að halda áfram með pælinguna sem nokkrir eru með….:

  „God save the Groove“

 29. Kristján Valur janúar 7, 2013 kl. 8:46 e.h. #

  Eðlilegast er að nota annað orð sem lýsir svipuðum hughrifum og stuðið, sjálfan fílinginn.
  The Fíling of our country:
  Pop & Roll in Iceland.

  Til undirstrikunar skal íslenski rithátturinn hafður við.

 30. Sveinn Ólafsson janúar 7, 2013 kl. 8:57 e.h. #

  Volcanoes and elves and rock’n’roll.
  Rocking on top of the world.
  Dr. Gunni dissects the groove.

 31. Þórir janúar 7, 2013 kl. 10:30 e.h. #

  Popp

 32. Magnús Guðnason janúar 7, 2013 kl. 11:05 e.h. #

  Musical Vibes in Volcano Land
  The History of Pop and Rock in Iceland

 33. Kris Gudnason janúar 8, 2013 kl. 2:19 f.h. #

  How about „Awesome Journey“. The History of……..in Iceland. The term awesome in USA today is used to describe something extraordinary and cool to the core. Like Pink Floyd is an awsome band.

 34. Stefán janúar 8, 2013 kl. 10:14 f.h. #

  Sælinú, mér finnst menn vera á rangri braut. ,,Stuð“ er séríslenskt og erfitt að koma því vel til skila. Hvers vegna ekki að í staðinn vitna í texta með á erlendri grundu þekktum íslenskum flytjanda; Björk, Sigur Rós eða Of Monsters and Men?
  T.d.
  ,,…but soon again starts another big riot“ (Björk – It’s Oh So Quiet)
  ,,Hey! Don’t listen to a word I say“ (OM&M – Little Talks)
  ,,Óhræsisstrákur“ er frábært orð en sennilega hentar ,, Gobbledigook“ betur.
  Fyrsta tillagan finnst mér sjálfum best.

  • drgunni janúar 8, 2013 kl. 10:33 f.h. #

   Já einmitt… Þetta verður eitthvað svona!

  • Magnús Guðnason janúar 8, 2013 kl. 11:11 f.h. #

   Stuð er engan veginn séríslenskt fyrirbæri og því vel hægt að koma því til skila á ýmsum tungumálum. Til dæmis er talað um á dönsku „at komme i stødet“.
   Vart getur talist skynsamlegt í sögulegu riti að vitna í ákveðna texta tiltekins stutts tímabils í bókartitli. Vissulega er það þó hægt ef ritið á bara að lýsa til dæmis 10 ára tímabili, en þá væri rétt að geta þess í bókartitli. Þetta er sagt með fullri virðingu fyrir mörgum frábærum íslenskum tónlistarmönnum vorra tíma.

 35. Edvard A. Birgisson janúar 8, 2013 kl. 11:47 f.h. #

  Icetunes

 36. Eyjó janúar 8, 2013 kl. 12:23 e.h. #

  Rolling Iceland.
  Það er náttúrulega tilvísun í „rolling stones“(ekki hljómsveitina) en skilgreiningin á þessu er „A person who likes to move often or is unwilling to settle down in one place or with one person or both.“ og gamalt máltæki segir að „A rolling stone gathers no moss“.
  Er það ekki fín skilgreining á tónlistarflóru Íslands, – það er nú ekki beint hægt að segja að íslensk tónlistarsaga sýni stöðnun hjá tónlistarmönnunum okkar, – „we keep on rolling“!

 37. Binni janúar 8, 2013 kl. 12:30 e.h. #

  „Beaten Bishops“
  The History of Rock and Pop in Iceland

  • Orlygur Antonsson janúar 8, 2013 kl. 12:43 e.h. #

   „Icela“Iceland Rocks“
   History of Rock and Pop in Iceland

   flottt svona, Örlygur Antonsson

   Stutt og einfalt og er hér meira í beinni merkingu, en í merkingunni Ísland er frábært eða eða eitthvað þesssháttar, Nákvæma útlistunuin kemur svo srtrax á eftir.

   Tillögur Magnúsar og Friðriks Erlings hér að neðan eru þegar að nálgast mína stuttu og einföldu tillögu.

   Örlygur Antonsson
   IceTrans þýðingarþjónustan
   icetrans@icetrans.is
   s. 8981175

   Magnúsjanúar 7, 2013 kl. 6:21 pm#

   1. Ice, fire, rock and role (Ice and fire – rock and role)

   2. Ice rocks

   Reply

   „Iceland Rocks“
   History of Rock and Pop in Iceland

   flottt svona, Örlygur Antonsson

   Stutt og einfalt og er hér meira í beinni merkingu, en í merkingunni Ísland er frábært eða eða eitthvað þesssháttar, Nákvæma útlistunuin kemur svo srtrax á eftir.

   Tillögur Magnúsar og Friðriks Erlings hér að neðan eru þegar að nálgast mína stuttu og einföldu tillögu.

   Örlygur Antonsson
   IceTrans þýðingarþjónustan
   icetrans@icetrans.is
   s. 8981175

   Magnúsjanúar 7, 2013 kl. 6:21 pm#

   1. Ice, fire, rock and role (Ice and fire – rock and role)

   2. Ice rocks

   Reply

   nd Rocks“
   History of Rock and Pop in Iceland

   flottt svona, Örlygur Antonsson

   Stutt og einfalt og er hér meira í beinni merkingu, en í merkingunni Ísland er frábært eða eða eitthvað þesssháttar, Nákvæma útlistunuin kemur svo srtrax á eftir.

   Tillögur Magnúsar og Friðriks Erlings hér að neðan eru þegar að nálgast mína stuttu og einföldu tillögu.

   Örlygur Antonsson
   IceTrans þýðingarþjónustan
   icetrans@icetrans.is
   s. 8981175

   Magnúsjanúar 7, 2013 kl. 6:21 pm#

   1. Ice, fire, rock and role (Ice and fire – rock and role)

   2. Ice rocks

   Reply

   „Iceland Rocks“
   History of Rock and Pop in Iceland

   flottt svona, Örlygur Antonsson

   Stutt og einfalt og er hér meira í beinni merkingu, en í merkingunni Ísland er frábært eða eða eitthvað þesssháttar, Nákvæma útlistunuin kemur svo srtrax á eftir.

   Tillögur Magnúsar og Friðriks Erlings hér að neðan eru þegar að nálgast mína stuttu og einföldu tillögu.

   Örlygur Antonsson
   IceTrans þýðingarþjónustan
   icetrans@icetrans.is
   s. 8981175

   Magnúsjanúar 7, 2013 kl. 6:21 pm#

   1. Ice, fire, rock and role (Ice and fire – rock and role)

   2. Ice rocks

   Reply

 38. JR janúar 8, 2013 kl. 1:24 e.h. #

  Iceland – On the Rocks

  • Kristján Gunnarsson janúar 8, 2013 kl. 4:35 e.h. #

   Thor‘s Hammer
   The History of Pop and Rock in Iceland

   – Heitir í höfuðið á „meik-tilraun“ fyrstu íslensku bítlahljómsveitarinnar (kannski soldið „innlendis“ og ekki nógu „erlendis“ …….og þó)
   – Skýrskotun í norræna goðafræði
   – Hamarinn og rokkið eru nátengd
   – Gengur algjörlega upp með undirtitlinum

 39. Árni J. janúar 8, 2013 kl. 6:53 e.h. #

  „A north atlantic rock on a roll : The History of Pop and Rock in Iceland“

  Að vera í stuði (reyndar í íþróttum) er stundum þýtt að vera „on a roll“

 40. Friðrik janúar 8, 2013 kl. 8:28 e.h. #

  Nota bara stuð og svo eitthvað á ensku. Enskumælandi fólki finnst áreiðanlega gaman að sjá orð með skrýtnum staf, sérstaklega þeim sem eru til í að kaupa sér heila bók um Íslenska tónlist.

 41. Ragnar janúar 9, 2013 kl. 9:49 f.h. #

  Vikivaki

  Rímur and rythm.
  Music Saga.
  Saga of music,

  • Kristján Gunnarsson janúar 9, 2013 kl. 10:06 f.h. #

   hvað með;

   Volcanic – The History of Pop and Rock in Iceland

   „Eða eitthvað sem minnir á sérstöðu landsins í miðju Atlantshafi og þau áhrif sem íslensk tónlist hefur af þeim sökum fengið bæði frá USA og Bretlandi – góð forsíðumynd í þá áttina segði meira en mörg orð

 42. Stefania Aegisdottir janúar 9, 2013 kl. 12:08 e.h. #

  Rock on Ice.

 43. Tómas H janúar 9, 2013 kl. 3:01 e.h. #

  Rockland – The History of Pop and Rock in Iceland

 44. Haukur Már Hauksson janúar 9, 2013 kl. 4:40 e.h. #

  God save the beat.

 45. Wim Van Hooste janúar 9, 2013 kl. 5:53 e.h. #

  Hit the North Atlantic
  Never mind the botox
  Welcome to the pleasuredome
  Joy division

 46. ivar markusson janúar 9, 2013 kl. 10:30 e.h. #

  dííses kræ…. fólk eruð þið að raunverulega meina þetta. ice þetta volcano hitt,

  endilega reyndu að finna titil sem inniheldur nú ekki þessa ice klisjur..

 47. Eiríkur Guðmundsson janúar 12, 2013 kl. 3:23 f.h. #

  Ég held að það væri sniðug hugmynd að tengja titil bókarinnar við opnunarlínuna á Immigrant Song, sem er jú samið undir áhrifum frá heimsókn Zeppelin til Íslands:
  „From the land of ice and snow -The History of Pop and Rock in Iceland“
  Kannski pínu klisjulegt, en gæti þó alveg virkað.
  Eða þá að vísa í annnað „íslandslag“ með Kinks:
  „On an Island – The History of Pop and Rock in Iceland“

  Bæði þessi nöfn vísa til Íslands, ísin og snjóinn og svo framvegis sem gæti virkað vel á útlendinga með stjörnur í augunum yfir því hvað landið okkar er æðislegt.

 48. Mikael Rivera janúar 30, 2013 kl. 10:57 f.h. #

  Music from the middle of nowhere:
  History of Rock and Pop in Iceland

 49. Steini febrúar 16, 2013 kl. 5:52 e.h. #

  ICEbraker, the story of Icelandic rock, pop and punk

 50. Þórir H febrúar 21, 2013 kl. 11:30 f.h. #

  Top of the pops

 51. Þórir febrúar 26, 2013 kl. 5:46 e.h. #

  Jammin’

 52. Þórir febrúar 26, 2013 kl. 5:46 e.h. #

  Top of the world (looking down on creation)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: