Nýir gönguskór

1 Mar

Lomer_Pelmo_STX_12
Eitt af því gáfulegasta sem ég hef gert um dagana var að kaupa mér gönguskó. Ég keypti par af ítölsku tegundinni Lomer í einhverri skammlífri verslun í Héðinshúsinu. Nú er ég búinn að eiga þessa skó í rúmlega tíu ár og þeir hafa dugað frábærlega á Fimmvörðuhálsinn tvisvar sinnum, Laugaveginn, Hornstrandir og allskonar fjöll og fyrnindi. Tíu ár er svaka ending og því varð ég ekkert fúll þótt það færi að bera á smá vatnsleka í fyrra. Ekkert að gera í því nema fá sér bara nýja skó.

Vitaskuld fann ég mér aftur skó af tegundinni Lomer. Þeir fást hjá Útivist á Laugavegi 178 og það sem er frábærast er að þeir eru á geðveikt góðu verði eða 32.600 kr – sem sagt tegundin hér á myndinni að ofan, Lomer Pelmo, sem er allra handa fjalla og fyrninda skótegund. Það er sami sóli undir þessu og á hinum meinta Rolls gönguskóbransans, Scarpa skónum, en par af svoleiðis er farið að slaga hátt upp í 60 þúsund kallinn.

Ég mæli eindregið með Lomer! Ódýrir og rosa fínir.

Enívei. Rakst á þetta þegar ég gúgglaði radarstöðina á Straumnesi. Þarna var Sigur Rós að spá í að byggja stúdíóið sitt áður en þeir fundu sundlaugina í Mosfellsbæ.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: