Steinn Skaptason fimmtugur!

19 Mar

glhss81
Þótt ömurlegt sé að eldast og að lokum að deyja – í staðinn fyrir t.d. að vera alltaf ógeðslega ferskur og tuttugu og eins – má allavega hugga sig við að þessi leiðindi leggjast jafnt á alla. Ímyndaðu þér ef bara sumir myndu eldast og hrökkva upp af, en t.d. þeir ríku gætu keypt sér framlengingu. Tíminn er því klárlega besti jafnaðarmaðurinn.

Homo Sap öfugt við önnur dýr – nema kannski einhverja apa og höfrunga, jafnvel svín – veit að tími hans á dansgólfinu er skammtaður og að þetta tekur enda. Sumir lifa í þeirra von að eitthvað annað taki við. Þessi vitneskja er mikil bölvun á okkur Homo Saps og gerir meira ógagn en gagn því nú erum við alltaf að velta okkur upp úr þessu. Það og að heimurinn komplett hafi komið út nánast engu sem sprakk í loft upp með rosa krafti fyrir trilljón árum. Hvílíkt rugl!

Hér að ofan er mynd af okkur Steini Skaptasyni svona 1981 þegar ég var 15 og hann er 17. Steinn er eins og allir vita mikill meistari og mín helsta stoð og stytta við ritun bókarinnar Eru ekki allir í stuði. Auk þess að vera frábær vinur og meistari er Steinn mönnum fróðari um íslenska tónlist og órþjótandi við að koma þeirri visku á framfæri við okkur vini sína og aðra. Hjalið hér að ofan um tímann og aldurinn og það helvítis kjaftæði er tilkomið vegna þess að í dag er Steinn fimmtugur – 50! Þetta er ótrúlega ótrúlegt rugl og vitleysa og maður skilur bara ekkert í þessu.

En allavega – Heill sé Steini Skaptasyni fimmtugum!!!

6 svör to “Steinn Skaptason fimmtugur!”

 1. Valgarður Guðjónsson mars 19, 2013 kl. 1:29 e.h. #

  Já, þetta er ótrúlegt – tek undir heillaóskir til Steins, ótrúlega fróður um íslenska tónlist.

 2. Steingrímur Rúnar Guðmundsson mars 19, 2013 kl. 1:53 e.h. #

  instagram?

 3. Sveinn Ólafsson mars 19, 2013 kl. 6:18 e.h. #

  Heill Steini um alla tíð!

 4. Frammbyggður mars 20, 2013 kl. 11:32 e.h. #

  Heill þér Steinn! Varðandi aldur þá eru sumir töff þó þeir eldist sbr. meðfylgjandi. http://www.youtube.com/watch?feature=player_detailpage&v=AQ_JvaTWego#t=14s

  • drgunni mars 21, 2013 kl. 8:33 f.h. #

   Jess! Þá er bara að byrja að safna í tagl!

   • Frammbyggður mars 23, 2013 kl. 2:13 f.h. #

    Haha, já ég hugsa að það færi þér vel.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: