Ókeypis í bíó

22 Mar

Picture 3
Íslensk kvikmyndahelgi fer fram nú um helgina. Það verður ókeypis á tonn af íslenskum myndum, bæði í Bíóparadís og Háskólabíói, og úti á landi á fullt af stöðum (nánar hér). Ástæða þessa örlætis er „hækkun framlaga í Kvikmyndasjóð Íslands og sá stuðningur sem kvikmyndagreinin hefur fengið í gegnum tíðina.“ Þess má geta að Rokk í Reykavík og fleiri myndir hafa ekki verið sýndar í svona góðum gæðum áður (alla vega ekki frá fyrstu frumsýningu). Þær hafa verið settar á stafrænt form, litgreindar og hljóð lagað – sem sagt ekki gamlar rispaðar filmur. Prógrammið í borg óttarns er svona:

BÍÓ PARADÍS
Föstudagur
18:00 Kristnihald undir jökli – Guðný Halldórsdóttir leikstjóri verður viðstödd sýninguna.
20:00 Hafið (leikstj. Baltasar Kormákur)
22:00 Brúðguminn (leikstj. Baltasar Kormákur)
Laugardagur
18:00 Magnús (leikstj. Þráinn Bertelsson)
20:00 Nói albínói – Dagur Kári leikstjóri verður viðstaddur sýninguna.
22:00 Sódóma Reykjavík (leikstj. Óskar Jónasson)
Sunnudagur
15:00 Jón Oddur og Jón Bjarni (leikstj. Þráinn Bertelsson)
15:00 Duggholufólkið (leikstj. Ari Kristinsson)
18:00 Bjarnfreðarson – Ragnar Bragason leikstjóri verður viðstaddur sýninguna.
20:00 Börn náttúrunnar (leikstj. Friðrik Þór Friðriksson)
22:00 Ingaló – Ásdís Thoroddsen leikstjóri verður viðstödd sýninguna.

HÁSKÓLABÍÓ
Föstudagur
18:00 Skytturnar (leikstj. Friðrik Þór Friðriksson)
Laugardagur
16:00 Skýjahöllin – Þorsteinn Jónsson leikstjóri verður viðstaddur sýninguna.
16:00 79 af stöðinni (leikstj. Erik Balling)
18:00 Húsið (leikstj. Egill Eðvarðsson)
18:00 Hrafninn flýgur – Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri verður viðstaddur sýninguna.
Sunnudagur
16:00 Rokk í Reykjavík (leikstj. Friðrik Þór Friðriksson)
16:00 Bíódagar (leikstj. Friðrik Þór Friðriksson)
18:00 Englar alheimsins (leikstj. Friðrik Þór Friðriksson)

Hér má sjá sögulegar heimildir frá eftirpartíi Rokk í Rvk.

4 svör to “Ókeypis í bíó”

 1. Frammbyggður mars 24, 2013 kl. 6:29 e.h. #

  Varð fyrir vonbrigðum bæði með hljóð- og myndgæði. Hljóðið var ekki mjög hátt stillt, fulllágt á köflum fyrir minn smekk. En hljómgæðin voru með verra móti að mínu mati. Töluvert skerandi og bjagað. Rispur voru sýnilegar mest allan tíman, ekki að mér finnist það endilega slæmt útaf fyrir sig. Hljóðið finnst mér töluvert skárra á plötunni og disknum, einna best hjá Spilafíflum og Jonee Jonee finnst mér. Ég held að það væri ráð að yfirfæra upphaflegu filmuna með nýjustu tækni og líka hljóðið og líka allt sem til er af úrtökum eða því sem ekki var notað í myndina og hafa þó aðskilið frá sjálfri myndinni. Þetta mætti setja á háskerpu form eða eitthvað og gefa út. Eflaust yrði kostnaðurinn við þetta töluverður!

  • Þór Tjörvi Þórsson mars 26, 2013 kl. 11:36 e.h. #

   Hæ Frammbyggður, Rokk í Reykjavík var færð yfir á stafrænt form með nýjustu tækni (negatívur skannaðar í 2k = háskerpa). Leiðinlegt ef það hefur ekki skilað sér.

   • Frammbyggður apríl 1, 2013 kl. 1:58 f.h. #

    Kannski vandamál bíósins frekar en framleiðandans? Eitthvað kæruleysi af þeirra hálfu etv?

 2. Frammbyggður apríl 1, 2013 kl. 2:06 f.h. #

  Sæll Þór, takk fyrir svar. Var eitthvað af úrtökum yfirfært líka? Stendur til að gera það efni aðgengilegt? Hvaðan var hljóðið tekið?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: