Nýtt íslenskt stöff

3 Apr


Sigur Rós eru komnir í indöstríalið. Nýja platan heitir Kveikur og kemur út 17. júní. Feitur næsari er það og ferskleiki hjá svona eldgamalli hljómsveit.

grisala
Á eftir Á bleikum náttkjólum stóð til að Megas og Spilverkið myndu vinna saman að söngleik sem átti að heita Grísalappalísa. Eftir nokkra fundi og æfingar rann þetta plan út í sandinn en Megas söng Grísalappalísa á Drög að sjálfsmorði og Egill Ólafsson söng líka lag úr þessum ókláraða söngleik á kassettu Vísnavina 1980. Nú hafa tveir fyrrum meðlimir Jakóbínurínu stofnað sveitina Grísalappalísa og sent frá sér fyrsta lagið, LÓAN ER KOMIN. Hér er fréttatilkynningin þeirra: Hljómsveitin GRÍSALAPPALÍSA var stofnuð árið 2012 af nokkrum kunnulegum andlitum úr íslensku rokksenunni; Gunnari Ragnarssyni og Sigurði Möller Sívertsen, betur þekktir sem söngvari og trommari Jakobínurínu, Bergi Thomas Anderson, bassaleikara Oyama og Sudden Weather Change, Alberti Finnbogasyni og Tuma Árnasyni sem munda gítar og saxófón í The Heavy Experience ásamt því að reka Úsland Útgáfu. Ekki má þó gleyma alhliðalistamanninum og pítsubakaranum Baldri Baldurssyni sem semur og syngur ásamt Gunnari metnaðarfulla texta á íslensku sem blanda saman rokktöffarastælum og minnum úr íslenskum bókmenntum í skemmtilegan (póst)pönkkokteil hljóðfæraleikana. Sveitin gaf út í vikunni sína fyrstu „smáskífu“, LÓAN ER KOMIN, til útvarpsspilunar og rafrænar sölu á gogoyoko.  Lagið þykir líklegt til vinsælda, þá sérstaklega vegna þess hve vel textinn endurspeglar eftirvæntinguna eftir íslenska sumrinu. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Ali, er væntanleg til útgáfu undir merkjum 12 tónum í enda vorsins og vona aðstandendur að platan verði Íslendingum gleðigjafi í útileigum og eftirpartíum sumarsins. Grísalappalísa gefur áhugasömum formsmekk af gleðinni fimmtudaginn næsta (4. apríl) á KEX HOSTELþar sem sveitin mun stíga á stokk kl. 21.00 og leika efni af væntanlegri plötu. Lísurnar vona að sem flestir sjá sér fært um að mæta og fagna því að „LÓAN ER [sic] KOMIN“.


Hákon Aðalsteinsson er með bandið The Third Sound. Nýtt lag er komið út, For a While, en það verður að finna á plötu sem kemur út í sumar á vegum Fuzz Club Records.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: