Fæðuöryggi í Vesturbænum

10 Apr

Gríðarlegt fæðuöryggi ríkir nú í Vesturbænum. Eftir að Víðir opnaði nýlega eru 7 stórar verslanir á næstum því sama blettinum. Þetta eru nokkuð misjafnar verslanir en þó ekki. Jafnvel mætti halda því fram að þetta sé allt eins. Ekki þó Melabúðin, sem er önnur af bestu búðum landsins (hin er vitaskuld Kostur!). Vöruúrvalið í Melabúðinni er fáránlega gott , gott kjötborð og allt yfirfullt af spennandi gúmmilaði. Eini ókosturinn er verðið. Melabúðin er dýr búð og ekki séns að maður tími að fylla í kerru þar.

Fór í nýja Víði áðan. Gott ávaxta- og grænmetis-úrval eins og í hinum Víðis búðunum. Allt til, þannig séð, verð ágætt og starfsfólk kammó.

Hagkaup er með allskonar stöff, oft sem fæst hvergi annars staðar. Verð í hærri kantinum en maður lætur sig oft hafaða.

Bónus er klassískur kostur fyrir grunn-hráefni, líklega ódýrasta búðin þegar allt kemur til alls; Krónan er þokkaleg, en nánast alltaf alltof langar biðraðir við kassana og búðin var alræmd fyrir ömurlegar verðmerkingar þegar ég var með Okur-síðuna. Hef ekki kynnt mér stöðuna í því núna. Ekki er eignarhaldið beinlínis að ýta manni inn í Iceland. Ég er heldur ekki spenntur fyrir þessu enska jukki sem búðin er full af. Sumt er þó fínt þar.

Svo er það Nóatún í JL-húsinu, sem er orðin ansi sjúskuð og óspennandi. 10/11 og aðrar sjoppur eru ekki með í þessari upptalningu.

Það hlýtur bara eitthvað af þessu búðum að fara á hausinn bráðlega. Þetta er auðvitað algjört offramboð. Spurningin er bara hvaða búð fer fyrst á hausinn?

2 svör to “Fæðuöryggi í Vesturbænum”

  1. Óskar P. Einarsson apríl 10, 2013 kl. 7:30 e.h. #

    Að flestum þessum ólöstuðum (sérstaklega Víði, sem er hreinasta snilld, frekar ódýr, rétt hjá okkur og ALLTAF opin), þá verð ég nú að setja Fjarðarkaup í fyrsta sætið. Ef hún væri meira opin (og ekki í Hafnarfirði), þá væri hún alveg pörrfekt. Bestu kaup í kjöti sem ég hef fundið á Ísl.

  2. Dagga apríl 11, 2013 kl. 1:55 f.h. #

    Það vantar alveg venjulega matvöruverslun háskólamegin í vesturbænum. Það væri skynsamlegt að færa nýja fræðasetrið eitthvað allt annað, og opna frekar verslunarkjarna við hlið þjóðarbókhlöðunnar. Það er hægt að þrasa um ‘ mig langar eða mér langar’ og grúska í gömlum bókum hvar sem er í bænum:)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: