Hvenær sprengir Kim?

11 Apr

lilkim
Á maður eitthvað að vera að stressa sig yfir Norður Kóreu? Tja, kannski. Það hefur allavega verið það fyrsta sem maður gerir á morgnanna síðustu daga, að tékka á því hvort þessir klikkæðingar hafi nú gert einhverja gloríuna á meðan maður svaf.

Já klikkæðingar, segi ég. Þetta er algjörlega klikkað land og það gengur varla til lengdar að sturlaðir leiðtogarnir standi í hótunum með reglulegu millibili. Já, eða bara að allt þarna sé svona klikk endalaust og út úr kortinu.

Eins og með allt sem er svona klikkað er spennandi að spá í Norður Kóreu. Ég las þessa bók um daginn, sem ég mæli algjörlega með vilji fólk fá yfirsýn og bakgrunn og nánari lýsingar á sturluðu ástandinu: Engan þarf að öfunda. Að minnsta kosti þrír Íslendingar hafa komist inn í þetta harðlokaða land og það hefur verið tekið viðtal við þá alla út af því. Torfi Frans var í Kastljósinu 2011 og tjáði sig um heimsókn sína, Ingjaldur Hannibalsson heimsótti landið í fyrra og sagði frá því í Speglinum á þriðjudaginn (á 38 mín) en um morguninn sama dag hafði  Eiður Guðnason sagt frá sínum tveimur heimsóknum í Morgunútvarpi Rásar 2 (strax á eftir hinu glænýja og fína lagi Geira Sæm á sirka 87 mín).

Sama dag og þeir Ingjaldur og Eiður sögðu frá sínum upplifunum var Conan O’Brien með enn eitt grínið um landið. Samkvæmt því er Kaninn ekkert svo skjálfandi á beinunum. Þetta þjálfunarmyndband er hinsvegar þokkalega skerí eins og Ómar Ragnarsson bendir á.

2 svör to “Hvenær sprengir Kim?”

  1. drgunni apríl 11, 2013 kl. 11:49 f.h. #

    Þessi bíður áhorfs: http://topdocumentaryfilms.com/dprk-land-whispers/

  2. Óskar P. Einarsson apríl 11, 2013 kl. 10:26 e.h. #

    Mögnuð mynd – þjónustustúlkur að spila á falskan kassagítar er einn af mörgum frábærum hápunktum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: