Partý morgundagsins á Vellinum

16 Apr

IMG_0331
Tommi Young, sem m.a. hefur verið íslenski tengiliðurinn við Hróarskeldu í 14 ár, er maðurinn á bakvið ALL TOMORROW’S PARTIES hátíðina helgina 28-29 júní.

Lænöppið er slefandi gott, eða:

NICK CAVE & THE BAD SEEDS (Nikkarinn að spila hér í fjórða sinn, en í fyrsta síðan 1986 með The Bad Seeds. Það verða víst níu manns á sviðinu og bandið lokar laugardeginum/hátíðinni. Við erum að tala um 90-120 mín prógramm með slagara glás)
CHELSEA LIGHT MOVING
(fráskilinn Thurston Moore í góðu SY-legu gríni)
THE FALL
(Fúli fretur að spila hér í fjórða sinn, en nú með nýjasta genginu. Klassík!)
DEERHOOF
(voru á Airwaves fyrir nokkrum árum)
THE NOTWIST
(voru þeir ekki hérna á einhverju Airwaves?)
THEE OH SEES
(hressandi retrorokk, ansi lo-fi)
SQÜRL
(glænýtt band Jim Jarmusch. Kann hann eitthvað að spila?)

+ íslensku böndin:

MÚM
HAM
DEAD SKELETONS
VALGEIR SIGURÐSSON
MUGISON
AMIINA
GHOSTIGITAL
PUZZLE MUTESON
APPARAT ORGAN QUARTET
HJALTALÍN
SNORRI HELGASON
KIMONO
ÆLA

Til plöggs hópaði Tommi mér og nokkrum öðrum aðilum í miniböss og lét pabba sinn keyra upp á Völl, ömm… upp í Ásbrú.

Fyrir það fyrsta er staðsetningin svo furðulega öðruvísi að ATP-menn hoppuðu á hugmyndina eftir að hafa mætt og kynnst sér aðstæður. Gleðin fer fram í 3 lókölum, sem stutt er á milli. Andrews theater er með allra bestu tónleikastöðum landsins, en eins og svo margt annað þarna upp frá gjörsamlega vannýtt. Í Andrews verða allskonar uppákomur um daginn áður en byrjað verður að spila. T.d. Jim Jarmusch og fleiri sem ætla að sýna uppáhaldsmyndirnar sínar, og ég verð með Popppunkt/Poppkviss fyrir gesti.

IMG_0330

Giggin sjálf verða á 2 stöðum í sirka 600 m fjarlægð frá hvorum öðrum. Stærri salurinn var flugskýli en heitir nú Atlantic Studios og er upptökuver. 4000 manns komast þar inn. Sem er skemmtileg tilviljun því það eru 4000 miðar í boði. Sándið verður flott, lofaði Tommi, eftir úttekt frá fagaðilum.

IMG_0332

Þriðji staðurinn er Offisera-klúbburinn, sem Hr. Bárðarson reyndi að peppa upp um árið. Þetta er rosalega grand pleis en helsti „vandinn“ frekar lág lofthæð. Frábær staður engu að síður. Þarna verður spilað líka. Þessu verður stillt þannig upp að það má sjá allt flýti maður sér á milli. Ég stakk upp á því að hafa fullt af hjólum á svæðinu, allavega handa þeim sem gista og geta þá tékkað á Vellinum, en annars verða rútur stanslaust að keyra á milli Atlantic og Offisera-klúbbsins.

Þegar búið var að sýna okkur þetta allt fengum við risastóra hamborgara í Offisera-klúbbnum sem ég er enn að jafna mig af. Lifi Ameríka!

ALL TOMORROW’S PARTIES! Þetta er gjörveikt framtak og við erum að tala um skyldumætingu. Hægt er að taka þetta með því að keyra upp eftir og í bæinn (festival pass kostar 16.900 kall), eða gista á svæðinu í „amerísku vegahóteli“ sem er á Vellinum, ömm… Ásbrú (þeir hefðu bara átt að kalla þetta Völlinn áfram, Ásbrú mun seint ná fótfestu). Festivalpassi+hótelgisting fyrir tvo í tvær nætur kostar 69,800 kr, en fyrir fjóra 139.600 kr. Aðeins er pláss fyrir samtals 200 manns í gistingu, skylst mér, svo ef þú vilt sulla í góðum festival fílingi með rosa „erlendis“ yfirbragði borgar sig að tryggja sér miða strax. Á MIDI.IS er byrjað að selja miða.

Ég veit ekki um þig, en mér finnst þetta frábært dæmi.

2 svör to “Partý morgundagsins á Vellinum”

  1. Óskar P. Einarsson apríl 16, 2013 kl. 6:27 e.h. #

    Mér er alveg sama þótt ég sé búinn að sjá flest þessi aðalbönd áður (sum tvisvar!) – djöfull mun maður samfaríngs mæta!

    • drgunni apríl 16, 2013 kl. 6:35 e.h. #

      Já þetta er snilld. Vantar bara Einsturzende Neubauten!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: