Mörg plögg í einu

19 Apr

Listakonan Berglind Ágústsdóttir hefur gert plötuna I am your girl sem má hlusta og hlaða frítt. Quadruplos gerir titillagið með henni en að auki nokkrir skröltormir aðrir. Kassettan Dreamlovers, sem að sögn Berglindar eru „prodjekt sem er svona tilraunir með sánd“, liggur á netinu hér.

Aðal stuðið er á Vellinum þessa dagana enda ærið pláss þar. Hljómsveitin Valdimar heldur tónleika í hinum hrottafína tónleikastað Andrews Theatre á kjördaginn 27.apríl með 40 manna lúðrasveit frá Tónlistaskóla Reykjanesbæjar. „Þetta verkefni er búið vera lengi í undirbúningi og við erum mjög ánægðir með að geta loksins framkvæmt þetta í okkar gamla heimabæ, Keflavík,“ segir Ásgeir í Valdimar. „Við eru flestir gamlir nemendur við skólann og margir úr bandinu spiluðu með lúðrasveitinni í „gamla daga“ og því er sérstaklega gaman að fá að spila með þeim núna.“

Gísli Þór Ólafsson , bassaleikari Contalgen Funeral segir: „Um þessar mundir vinn ég að minni annarri sólóplötu, Bláar raddir, lög við ljóð Geirlaugs Magnússonar úr bók hans Þrítengt (1996). Upptökur fara fram í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki og er útgáfa áætluð í júní. Ég gaf út mína fyrstu sólóplötu Næturgárun í fyrra, undir flytjandanafninu Gillon, en mun nota mitt fulla nafn á þessa plötu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: