Gigg í sundi

25 Apr

drg-sundgigg
Gleðilegt sumar! Ég vona að það snjói ekki meira í bili. Hvað var eiginlega í gangi þarna í gær?

Hljómsveitin Dr. Gunni og vinir hans æfir nú á fullu fyrir upptökur á glænýrri (barna)plötu sem kemur út í október. Það fara eflaust að heyrast lög af plötunni í sumar – þau verða „sett í spilun“ eins og sagt er. Platan er „óbeint framhald“ af metsöluplötunni ABBABABB! sem kom út fyrir 16 árum. Ekki er ennþá búið að finna nafn á nýju plötuna. Dóttur minni fannst ISSPISS! ekki nógu gott og DINGALING þykir gefa of mikið annað í skin og minna þar að auki á plötuna My Dingaling með Lipstick Lovers.

En það er samt vitað að þetta verður nokkuð rosalega góð plata. Fullt af rosa skemmtilegum lögum.

Við spiluðum á Aldrei fór ég suður um páskana en nú er komið að giggi númer 2 í þessari lotu. Það er á lokahátið Barnamenningarhátíð og fer fram á sundlaugarbakkanum í Laugardalslauginni núna á sunnudaginn. Ég hef aldrei spilað á sundlaugarbakka áður. Ég held ég verði samt ekki í sundskýlu af því það er einum of kalt. Við ætlum að spila lög af nýju plötunni og líka af ABBABABB! Það kostar ekkert ofan í og það verður dúndurstuð. Sjáumst!

ps – Allskonar fínt og skemmtilegt er í gangi á Barnamenningarhátíðinni. Í gær opnaði t.d. sýning barnanna í Sæborg á Kjarvalsstöðum, en verkin unnu þau með Daða Guðbjörnssyni.

2 svör to “Gigg í sundi”

  1. Kiddi apríl 25, 2013 kl. 11:57 f.h. #

    Hvað með ÚBBSASSA eða OBB BOBB BOBB.
    En annað, verður ekki popppunktur í sumar?

    • drgunni apríl 25, 2013 kl. 12:48 e.h. #

      Obb bobb bobb minnir um of á Guðna Ágústsson, Úbbsassa – eiginlega ekki nógu gott. Engin PP í sumar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: