Dagpassar á ATP!

30 Apr

Það væri hreinlega sturlun að láta festivalið ALL TOMORROWS PARTIES fara framhjá sér í júní. Nú er búið að raða böndum niður á daga og setja í umferð takmarkað magn dagspassa. Hér kemur fréttatilkynningin:

Boðið verður upp á takmarkað magn dagpassa á ATP Iceland á Ásbrú í sumar en eins og kunnugt er munu Nick Cave & The Bad Seeds ásamt fjölda erlendra og innlendra sveita koma fram helgina 28. og 29. júní.  Einnig verður einni erlendri hljómsveit bætt við á föstudeginum á næstu vikum.

Miðaverð á dagpössum er 9.900 kr. en miðaverð fyrir báða daga er 16.900 kr. Hægt er að kaupa miða á miði.is. Einnig er hægt að kaupa miða með gistingu á Ásbrúarsvæðinu kjósi fólk að gista en rútuferðir verða á milli Reykjavíkur og Ásbrúar.

Hljómsveitirnar sem spila föstudaginn 28. júní eru:

The Fall (UK)
Thee Oh Sees (US)
The Notwist (DE)
Múm
HAM
Apparat Organ Quartet
Ghostigital
Kimono
Æla
Snorri Helgason

Hljómsveitirnar sem spila laugardaginn 29. júní eru:

Nick Cave & The Bad Seeds (UK)
Chelsea light moving (US)
Deerhoof (US)
Squrl (US)
Mugison
Dead skeletons
Hjaltalín
Valgeir Sigurðsson
Amiina
Puzzle Muteson (UK)

Auk tónlistardagskrár verður í boði kvikmyndadagskrá í Andrews Theather sem Jim Jarmusch mun meðal annarra sjá um og Popppunktur í boði Dr. Gunna.

Staðsetning:
All Tomorrows Parties verður haldin á Ásbrú, fyrrum varnarliðssvæðinu, sem á sér sögu sem rekur aftur til ársins 1941 en bandaríski herinn yfirgaf svæðið árið 2006. Svæðið er staðsett í fimm mínútna aksturfjarlægð frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Reykjanesbæ, um korter frá Bláa Lóninu og hálftíma frá höfuðborgarsvæðinu. Á hátíðarsvæðinu verða tvö svið sem bæði eru innandyra, auk annars konar skipulagðrar dagskrár sem felur meðal annars í sér kvikmyndasýningar, Popppunkt, fótboltamót þar sem hljómsveitir etja kappi við gesti hátíðarinnar o.fl. Á hátíðina verða aðeins seldir fjögur þúsund miðar.

Tegundir aðgöngumiða og verð:
Það eru tvenns konar miðar fáanlegir á hátíðina – með og án gistingu:

Tegund 1 – án gistingar:
Miði á hátíðina sem veitir aðgang að öllum viðburðum hátíðarinnar. Engin gisting er innifalin í verði miðans. Miðaverð: 16.900 kr fyrir báða daga og 9.900 kr. fyrir dagpassa.

Tegund 2 – með gistingu:
Miði á hátíðina ásamt herbergi. Takmarkað magn miða er í boði sem fela í sér 2ja nátta gistingu í herbergjum hjá Bed & Breakfast Keflavík sem staðsett er á Ásbrú í göngufjarlægð frá hátíðarsvæðinu. Herbergin hafa aðgang að sameiginlegu eldhúsi (borðbúnaður og tól til eldunar á staðnum). Lín er innifalið í verðinu og því óþarfi að koma með sængur eða svefnpoka.

Tvenns konar pakkar eru í boði sem fela í sér gistingu:

2ja manna – Innifalið í pakkanum eru tveir miðar á hátíðina og herbergi fyrir tvo fyrir föstudags- og laugardagskvöld. Tvö herbergi deila einu baðherbergi; sem annaðhvort hefur sturtu eða bað og auðvitað vask og salerni. Í þessum herbergjum eru tvö aðskilin einstaklingsrúm. Verð fyrir tvo: 69,800 kr (2 miðar og gisting)

4ja manna – Innifalið í pakkanum eru fjórir miðar á hátíðina og herbergi fyrir fjóra fyrir föstudags- og laugardagskvöld. Í þessum pakka eru tvö samliggjandi herbergi sem aðskilin eru með baðherbergi sem annaðhvort hefur sturtu eða bað og auðvitað vask og salerni. Annað herbergið er með einu ,,queen-size”-rúmi sem tveir geta sofið í og hitt með tveimur einstaklingsrúmum. Verð fyrir fjóra: 139,600 kr (4 miðar og gisting)

Aldurstakmark á hátíðina er 20 ár.

Um All Tomorrow’s Parties:
All Tomorrow’s Parties-hátíðin dregur nafn sitt af laginu All Tomorrow’s Parties með hljómsveitinni Velvet Underground. Tónlistarhátíðin og viðburðir á hennar vegum hafa verið haldnir um allan heim í næstum fjórtán ár. Hátíðin var stofnuð í kjölfarið á tónlistarhátíðinni Bowlie Weekender sem hljómsveitin Belle and Sebestian stóð fyrir árið 1999 á frekar óhefðbundnum stað, á sumarleyfisstaðnum Pontins í bænum Camber Sands á suðurströnd Englands. Á fyrstu All Tomorrow’s Parties hátíðinni árið 2000 í Camber Sands var hljómsveitin Mogwai fengin til að vera listrænn stjórnandi (e. curator) og valdi allar þær hljómsveitir sem komu fram á á hátíðinni – eins og Belle and Sebastian höfðu gert á Bowlie Weekender árið áður. Allar götur síðar hefur hátíðin verið haldin árlega.

Umfang hátíðarinnar fer sífellt stækkandi en hún hefur ávallt haft það að leiðarljósi að aðgreina sig frá stórum hátíðum sem fjármagnaðar eru af stórum styrktaraðilum.  Það gerir hún með því að halda hátíðum sínum smáum í sniðum þannig að nándin sé mikil en hátíðin er einkar „fan-friendly” eins og lýst er á heimasíðu hátíðarinnar. Yfirleitt er tónlistardagskráin í höndum ákveðinnar hljómsveitar eða listamanns. Barry Hogan, stofnandi ATP, lýsir hátíðinni þannig: „ATP er eins og gott mixtape”. Hljómsveitirnar sem spila á hátíðinni geta komið úr hvaða tónlistarstefnu sem er (eða jafnvel öllum!).

Á meðal þeirra sem hafa verið listrænir stjórnendur á hátíðinni eru Nick Cave & The Bad Seeds, Mike Patton, My Bloody Valentine, Portishead, Sonic Youth, Slint og Tortoise.

Afsprengi ATP eru allmörg og þar má helst nefna systurhátíðina „I’ll be your mirror” (sem nefnd eftir B-hliðinni á singlinum All Tomorrow’s Parties með Velvet Underground),  tónleikaröðina „Don’t Look Back”, plötuútgáfuna ATP Recordings og útgáfu heimildarmyndar í fullri lengd sem ber einfaldlega heitið „All Tomorrow’s Parties”. Þá stýrir hátíðin sínu eigin sviði á hverju ári á Primavera Sound-hátíðinni í Barcelona og á árunum 2007 og 2008 stýrði hún sviði á Pitchfork Magazine-tónlistarhátíðinni í Chicago.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: